Lífið

Sest á skólabekk í haust

Ísgerður Elfa segist hafa fengið aukinn áhuga á stjórnmálum eftir tíma sinn í Kastljósi.
Fréttablaðið/anton
Ísgerður Elfa segist hafa fengið aukinn áhuga á stjórnmálum eftir tíma sinn í Kastljósi. Fréttablaðið/anton

Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir hyggst setjast aftur á skólabekk í haust og mun stunda nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. „Þetta er búið að blunda í mér í svolítinn tíma. Ég er búin að vera að spá í framhaldsnámi í næstum þrjú ár en alltaf hætt við þar til núna," segir Ísgerður Elfa. Hún segist kvíða því svolítið að hefja bóklegt nám aftur en hlakkar einnig mikið til að takast á við háskólanámið.

„Ég hef ekki alltaf haft brennandi áhuga á stjórnmálum heldur hefur áhuginn komið svolítið með aldrinum. Tími minn í Kastljósinu hafði einnig mikið um það að segja að stjórnmálafræðin varð fyrir valinu. Stjórnmál eru líka svo stór þáttur í daglegu lífi fólks þannig að það er ágætt að geta fylgst almennilega með." Aðspurð segist Ísgerður ekki hafa lagt leiklistina á hilluna þrátt fyrir námið í stjórnmálafræði né sé stefnan tekin á þing í framtíðinni.

„Mér finnst gaman að læra og þetta nám opnar fleiri dyr fyrir mann í framtíðinni. Ætli ég sé ekki svolítið eins og Georg Bjarnfreðarson, mér finnst gaman að safna háskólagráðum," segir Ísgerður að lokum. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.