Lífið

Vel heppnuð endurkoma

damon albarn Damon Albarn og félagar í Blur ráku endahnútinn á Glastonbury-hátíðina.fréttablaðið/ap
damon albarn Damon Albarn og félagar í Blur ráku endahnútinn á Glastonbury-hátíðina.fréttablaðið/ap
Hljómsveitin Blur rak endahnútinn á Glastonbury-hátíðina í Englandi um helgina með glæsibrag. Sveitin spilaði lög frá öllum ferli sínum, þar á meðal There"s No Other Way, Parklife, Country House og Song 2, við góðar undirtektir. „Þetta er í fjórða sinn sem við spilum hérna, sem er alveg frábært,“ sagði söngvarinn Damon Albarn. Blur hefur verið í fríi undanfarin ár en tónleikarnir á Glastonbury voru liður í endur­komu sveitarinnar. Hún ætlar hugsanlega að gefa út nýtt efni á næstunni. Sex ár eru liðin síðan síðasta plata sveitarinnar, Think Tank, kom út.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.