Fleiri fréttir

Friðrik krónprins týnir giftingarhringnum

Stærsti ótti hvers eiginmanns er orðinn að raunveruleika fyrir Friðrik Danaprins. Hann er búinn að týna giftingarhringnum. Málið er fyrirferðarmikið í dönskum fjölmiðlum, og mætti skilja sem svo að þjóðfélagið sé á öðrum endanum vegna málsins.

Magni í útrás vinnur Bon Jovi

Magni Ásgeirsson er í Kanada ásamt hljómsveit sinni og spilar í Toronto í kvöld á Bier Markt klúbbnum. Þar spilaði hann líka á mánudagskvöldið.

Klæddu Unni Birnu

Nú er kominn nýr leikur á Leikjaland.is. Um er að ræða annan leikinn sem stjórnendur vefsíðunnar búa til. Leikurinn ber nafnið “Klæddu Unni Birnu”. Hann flokkast sem dúkkulísuleikur og gengur út á að klæða Unni Birnu í föt.

Ryan Seacrest að slá sér upp

Idolkynnirinn síkáti Ryan Seacrest mun vera að hitta stúlku þessa dagana. Sú heitir Holly Huddleston og er ein af stjörnum E! sjónvarssöðvarinnar í raunveruleikaþættinum, Sunset Tan.

Sjónvarpsstjarna í kosningasjónvarpi Verzlinga

Í þessarri viku fara fram kosningar í Verzlunarskóla Íslands. Vikan hefur alltaf verið glæsileg í gegnum árin þar sem frambjóðendur gefa veitingar og eru með ýmsar uppákomur.

Hvanndalsbræður fimm ára

Hvanndalsbræður fagna 5 ára afmæli sínu um þessar mundir og munu af því tilefni slá upp þrennum tónleikum á Græna Hattinum um páskana.

Fjölgun hjá Damon og frú

Leikarinn Matt Damon sem fer með aðalhlutverk í Bourne-myndunum á von á sínu öðru barni með konu sinni Luciönu.

Júróvisjónaðdáendur fúlir yfir grínatriðum

Mikil reiði ríkir nú á meðal gallharðra Júróvisjón-aðdáenda vegna fjölda „grínatriða" í keppninni þetta árið. Írland sendir sem frægt er orðið kalkúninn Dustin, Eistland valdi þrjá þéttvaxna miðaldra karlmenn og bikiniklæddar klappstýrur, nágrannar þeirra Lettar senda hóp sjóræningja, og eins og til að reka naglann í kistu hinnar hnignandi keppni ákváðu Belgar í gær að bjóða upp á lag á bulltungumáli.

Bíómynd um Bob Marley í bígerð

Framleiðslu fyrirtækið The Weinstein company hefur tilkynnti að þeir hafi fengið leyfi til að þróa, framleiða og dreifa bíómynd sem fjallar um tónlistarmanninn Bob Marley.

Cheryl Cole bannar kynlíf næsta hálfa árið

Cheryl Cole hefur sett eiginmanninn, hinn fláráða Ashley Cole, í kynlífsstraff til sex mánaða. Þessu segist Sun dagblaðið, sem greindi á dögunu fyrst frá framhjáhaldi Ashley, hafa áreiðanlegar heimildir fyrir.

Tekjulítill K-Fed gefur 2000 dollara þjórfé

Kevin Federline rakar ekki inn tekjum þessa dagana, en hann virðist þó eiga fyrir salti í grautinn. Í nýlegri veitingahúsaferð skildi hann eftir tvö þúsund dollara í þjórfé, rúmar 130 þúsund krónur, eftir að hafa keypt máltíð fyrir 365 dollara.

Dr. Gunni bruggar rótarbjór

„Já já, þetta er uppáhalds drykkurinn minn,“ segir Gunnar Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, en fjórir lítrar af rótarbjór þroskast nú í sérmerktum plastflöskum á heimili hans. Gunna var fært rótarbjórs-þykkni að gjöf, en hann hefur hingað til sérpantað flöskur af drykknum frá Bandaríkjunum. Það er aftur dýrt spaug. Drykkurinn , sem er óáfengur, kostar þá á milli 400 og 500 krónur á flöskuna kominn til landsins.

Kosið um afrekskonu Létt Bylgjunnar

Kosning stendur nú yfir á afrekskonu léttbylgjunnar, en hún verður krýnd annað kvöld á konukvöldi Léttbylgjunnar í Smáralindinni. Undanfarna daga hafa fjölmargar tilnefningar borist, en þær sem stóðu upp úr voru eftirfarandi:

Brúðkaup Brangelinu slegið af?

Svo virðist ætla að fara að ekkert verði af fyrirætluðu brúðkaupi Brads Pitt og Angelinu Jolie sem slúðurpressan vestanhafs hefur velt vöngum yfir undanfarið.

Hefur syrgt Loftleiði í 35 ár

Loftleiðir, flugfélagið sem sameinaðist Flugfélagi Íslands undir merkjum Flugleiða á sínum tíma, var stofnað þann 10 mars og er því 64 ára í dag. Dagfinnur Stefánsson flugstjóri er einn af stofnendum Loftleiða og hefur flaggað á hverju ári frá stofnun þess.

Hugmyndir uppi um glæsilegan veitingastað í Norræna húsinu

Hugmyndir eru uppi um að breyta kafffistofunni í Norræna húsinu í glæsilegan veitingastað eða bístró þar sem boðið verði upp á það besta úr norrænu eldhúsi. Forstjóri hússins segir þetta lið í endurskipulagningu á húsinu en enn séu nokkrar hindranir í veginum.

Miðum bætt við á Clapton tónleika

2000 auka miðar verða seldir á tónleika Erics Claptons í Egilshöll þann 8. ágúst næstkomandi. Fyrsta hálftímann eftir að forsala miðanna hófst fyrir tæpri viku seldust átta þúsund miðar. Á laugardaginn höfðu 10.500 manns tryggt sér miða og var þá lokað fyrir sölu enda upphaflegu takmarki skipuleggjanda í forsölu náð.

Biggi í Maus og Bubbi í hár saman

Bubbi Morthens heldur áfram að skrifa um menn og málefni á vefnum bubbi.is. Í síðasti innleggi sínu skýtur hann föstum skotum að Birgi Erni Steinarssyni, sem kenndur er við Maus en ritstýrir nú tónlistartímaritinu Mónitor.

Tveggja tíma Idol maraþon í kvöld

Ekki stendur til að breyta fyrirkomulagi sýninga á American Idol á Stöð 2, en það hefur hlotið nokkra gagnrýni undanfarið. Í Bandaríkjunum er keppni karla og kvenna sýnd sitt í hvoru lagi, og svo úrslitaþátturinn þriðja kvöldið. Á Íslandi eru allir þrír þættirnir hinsvegar sýndir sama kvöldið, og verður Idol því á dagskrá í rúma tvo klukkutíma í kvöld, frá tuttugu mínútur yfir átta, til hálf ellefu. Þetta er þó síðasti þátturinn þar sem karlar og konur keppa sitt í hvoru lagi, og verða næstu þættir því nær helmingi styttri.

Bubbi líkir Össuri við Napóleon

„Ég bara skil ekki að fólk skuli láta svona út úr sér. “ segir Bubbi Morthens. Hann skrifaði um helgina færslu á Bubbi.is, þar sem hann lýsti frati á þær sögusagnir að Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sitji að sumbli yfir bloggskrifum sínum um nætur. „Þetta er bara illgirni.

Björgólfur Thor og Gísli Örn buðu konunum súkkulaði

Það voru engir slordónar sem buðu konurnar velkomnar á galakvöldverð til styrktar UNIFEM í Frímúrarahöllinni á laugardaginn, en þeir Björgólfur Thor Björgólfsson og Gísli Örn Garðarsson tóku á móti gestunum með bakka fulla af súkkulaði. Ein viðstaddra sagði í samtali við Vísi að þeir hefðu tekið sig afar vel út í hlutverkinu, og hefði móttökurnar einna helst minnt á atriði úr bíómynd, enda myndu báðir sæma sér vel í Hollywood.

Judas Priest á Hróaskeldu

Breska þungarokksveitin Judas Priest, með Rob Halford fremstan í flokki, hefur staðfest komu sína á dönsku tónlistarhátíðinna Hróaskeldu í sumar. Hróaskelda er stærsta tónlistarhátíð í Norður-Evrópu og verður þetta í fyrsta skipti sem Judas Priest spilar á hátíðinni.

America's Next Top Model keppendur rústa þakíbúð

Fyrirsæturnar fjórtán sem kepptu um að verða næsta ofurfyrirsætan í America's Next Top Model fá líklega engin verðlaun fyrir snyrtimennsku. Eigandi fjögur hundruð milljóna glæsiíbúðar sem þær dvöldu í þær tíu vikur sem keppnin stóð yfir íhugar nú að fara í mál við framleiðendur þáttarins vegna skemmda á íbúðinni, sem hann segir nema rúmum 30 milljónum.

Ég held mínu striki

Birgir Sævarsson, 19 ára Reykvíkingur sem datt út úr Bandinu hans Bubba á föstudagskvöldið, segist sáttur með að hafa komist þó þetta langt.

Paris Hilton heimsækir Earl

Samkvæmisljónið Paris Hilton verður í gestahlutverki í þættinum "My name is Earl" sem sýndur er á Stöð 2 á fimmtudagskvöldum. Hilton mun koma fram í drauma-atriði í þættinum sem sýndur verður í byrjun apríl vestanhafs en sá þáttur verður sá fyrsti sem fer í loftið eftir að verkfalli handritshöfunda lauk í Bandaríkjunum.

Svartur Downey JR veldur fjaðrafoki

Grínmyndin Tropic Thunder, í leikstjórn Ben Stillers er að verða ein umtalaðasta myndin í Bandaríkjunum í dag, þrátt fyrir að hún hafi enn ekki verið frumsýnd. Ástæða umtalsins er sú að í myndinni leikur Robert Downey JR svertingja, eða hvítan mann að leika svertingja öllu heldur. Ben Stiller, sem leikur og leikstýrir myndinni segir að sér hafi ekki órað fyrir því fjaðrafoki sem virðist vera í uppsiglingu en margir gagnrýna framleiðendur myndarinnar fyrir að finna ekki svartan mann til að leika hlutverk Downeys.

Britney neitaði að koma fram í nýjasta myndbandinu

Nýtt myndband með poppdrottningunni Britney Spears verður frumsýnt í vikunni. Britney hefur í gegnum tíðina vakið athygli fyrir heldur djörf mynbönd þar sem hún hefur skottast um mismikið klædd. Nú verður hins vegar breyting á því Britney heillinni bregður alls ekkert fyrir í myndbandinu sem er við lagið Break the ice.

Kosning hafin fyrir Brit verðlaunin - Garðar tilnefndur

Garðar Thor Cortes hefur eins og margir vita verið tilnefndur til Bresku tónlistarverðlaunanna í klassískri tónlist, Classical Brit Awards . Hann er fyrsti Íslendingurinn sem tryggir sér tilnefningu á þessum virtu verðlaunum en áður hefur Björk Guðmundssdóttir hlotið Brit verðlaunin í popptónlist. Hægt er að tryggja Garðari sigur með því að kjósa plötuna á Netinu.

92 milljónir söfnuðust í Fiðrildavikunni

Alls söfnuðust rúmar 92 milljónir í Fiðrildaviku UNIFEM sem lauk formlega með galakvöldverði í Frímúrarahöllinni í kvöld. Hluti upphæðinnar er afrakstur uppboðs sem haldið var á galakvöldinu en auk þess safnaðist til að mynda ein milljón króna á brjóstauppboði á föstudagskvöld.

Jóakim prins: Fullur á hommabar

Jóakim Danaprins hefur valdið nokkru fjaðrafoki í dönskum fjölmiðlum fyrir það að skella sér á hommabar með vinum sínum, en prinsinn mun að öllu óbreyttu kvænast unnustu sinni Marie Cavallier í maí. Extra Bladet birti í gær myndir af prinsinum þar sem hann slettir ærlega úr klaufunum á hommabarnum Code í Kaupmannahöfn.

Seldu hekluð brjóst fyrir milljón

Í gærkvöldi fylltist Saltfélagið af uppboðsglöðum gestum sem allir voru komnir til að bjóða í brjóst. Fjármunirnir sem söfnuðust voru gefnir til Fiðrildaátaks UNIFEM.

Íslenskur lagahöfundur slær í gegn í Bandaríkjunum

Lagið Beutiful með söngkonunni Taylor Dane nýtur nú sívaxandi vinsælda vestanhafs og hefur einnig heyrst nokkuð á íslenskum útvarpsþáttum. Það vita það hins vegar fáir að lagið, sem nú er á topp tíu lista Billboard í flokknum "Club dance play", er samið af Íslendingi. Sá heitir Helgi Már Hübner og er hann höfundur og upptökustjóri lagsins.

Sir Paul safnar í sarpinn til að eiga fyrir skilnaðinum

Innan tíðar verður hægt að kaupa Bítlalögin á Netinu. Náðst hefur samkomulag um að lögin verði hægt að nálgast á iTunes síðunni og er búist við því að Paul McCartney, Ringo Starr og erfingjar Lennons og Harrisons fái um 200 milljónir punda eða um 27 milljarða íslenskra króna í sinn hlut.

Brúðkaups- og kattasýningar um helgina

Undirbúningur fyrir brúðkaupsveislur sumarsins er sjálfsagt kominn vel af stað enda komið fram í mars. Þetta vita sýningarhaldarar og nú er komið að hinni árvissu brúðkaupssýningu Já. Sýningin verður opnuð í Blómavali í Skútuvogi í dag klukkan eitt.

Bubbi kastaði upp á hvern skyldi senda heim

Birgir Sævarsson, 19 ára Reykvíkingur, var látinn fara úr Bandinu hans Bubba í kvöld. Birgir náði ekki að heilla kónginn með flutningi sínum á laginu Plush með Stone Temple Pilots en Birgir flutti lagið með íslenskum texta.

Kjóstu um besta flytjandann

Vísir.is stendur í samstarfi við Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir kosningu um vinsælasta tónlistarflytjandann. Lesendur Vísis geta fram að úrslitakvöldinu kosið sinn uppáhalds flytjanda á vefnum. Kosningin verður í þrennu lagi. Fram til 10 mars geta lesendur sent inn tilnefningar og vikuna fyrir úrslitakvöldið verður kosið á milli þeirra 15 fengu flestar tilnefningar.

DJ Golden Boy spilar á Rex

Á morgun laugardag verður Crystal-kvöld á skemmtistaðnum Rex, en Crystal er vel þekktur næturklúbbur í bæði London og Beirút.

MR og MA mætast í úrslitum

Það verður Menntaskólinn í Reykjavík sem mætir Menntaskólanum á Akureyri í úrslitaviðureign Gettur betur sem fram fer í Sjónvarpinu næsta föstudagskvöld.

Fyrsti kiðlingur vorsins í Húsdýragarðinum

Huðnan Perla í húsdýragarðinum boðaði komu vorsins í gær, þegar hún bar myndarlegum gráhöttóttum hafri. Og fjölgaði þar með íbúum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins um einn.

Hart í bak sett upp á 10 tímum

Leikfélagið, Vér morðingjar, ætlar að framkvæma einstakan leikhúsgjörning á sunnudaginn með því að setja upp verkið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson á 10 klukkustundum. Vignir Rafn Valþórsson leikari segir fyrsta samlestur hefjast klukkan ellefu á sunnudagsmorgun og stefnt er á frumsýningu um kvöldið.

Mistök í Gettu betur...aftur?

Menntaskólinn á Akureyri sigraði Menntaskólann við Hamrahlíð 25-24 í æsispennadi keppni í Gettu betur í gærkvöldi. Keppnin var fyrri viðureign undanúrslita þessarar vinsælu spurningakeppni. Akureyringar svöruðu 12 hraðaspurningum rétt en fengu 13 stig. Álitamál er hvort þau hafi fengið einu stigi of mikið.

Gaukur á Stöng verður aðeins til í sögubókum

„Við munum loka staðnum í einhverntíma og opna svo aftur eftir breytingar nýjan stað með nýju nafni,“ segir Kristján Jónsson sem rekur hinn fornfræga skemmtistað Gauk á Stöng.

Ellý spáir fyrir keppendum í Bandinu hans Bubba

Spákonan snjalla Ellý Ármannsdóttir rýnir í spilin fyrir keppendurna sem eftir standa í Bandinu hans Bubba. Hún spáir því að karlkyns söngvari verður rekinn heim í kvöld, stelpurnar séu öruggar fram í næstu viku amk.

Sjá næstu 50 fréttir