Lífið

Hefur syrgt Loftleiði í 35 ár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dagfínnur flaggar Loftleiðafánanum.
Dagfínnur flaggar Loftleiðafánanum. MYND/VALLI

Loftleiðir, flugfélagið sem sameinaðist Flugfélagi Íslands undir merkjum Flugleiða á sínum tíma, var stofnað þann 10. mars 1944 og er því 64 ára í dag. Dagfinnur Stefánsson flugstjóri er einn af stofnendum Loftleiða og hefur flaggað á hverju ári frá stofnun þess.

Hann hefur aldrei getað sætt sig við sameiningu flugfélaganna, sem varð árið 1973. ,,Ég hef nú alltaf talið að það hafi verið misskilningur og Loftleiðir hafi verið neyddir til þess að sameinast," sagði Dagfinnur í samtali við Vísi.

Dagfinnur segir að ríkið sem hafi, ásamt Eimskipafélaginu, verið stærsti hluthafinn í Flugfélaginu, hafi verið farið að lítast illa á rekstur flugfélagsins. Útlitið hafi ekki heldur verið gott hjá Loftleiðum en þar á bæ hafi menn séð útlitið svart áður.

Loftleiðamenn hafi hins vegar verið neyddir til þess að fara í samruna við Flugfélagið á þeim forsendum að tvö flugfélög myndu aldrei þrífast á Íslandi.

Dagfinnur segir ógerlegt að taka til baka sameiningu flugfélaganna. Hins vegar standi til að endurbyggja aðalstöðvar Loftleiða á Miklavatni til minningar um starfsemina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.