Lífið

Bíómynd um Bob Marley í bígerð

Framleiðslu fyrirtækið The Weinstein company hefur tilkynnti að þeir hafi fengið leyfi til að þróa, framleiða og dreifa bíómynd sem fjallar um tónlistarmanninn Bob Marley.

Myndin verður byggð á bókinni No Woman No Cry: My life with Bob Marley sem er skrifuð af ekkju hans Ritu Marley.

 

Myndin fjallar um ævi tónlistarmannsins frá Jamaíku frá því að hann rís frá strætum Kingston, verður einn af frægustu söngvurum og lagahöfundum 20. aldarinnar og þar til hann deyr úr krabbameini aðeins 36 ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.