Lífið

Björgólfur Thor og Gísli Örn buðu konunum súkkulaði

Það voru engir slordónar sem buðu konurnar velkomnar á galakvöldverð til styrktar UNIFEM í Frímúrarahöllinni á laugardaginn, en þeir Björgólfur Thor Björgólfsson og Gísli Örn Garðarsson tóku á móti gestunum með bakka fulla af súkkulaði. Ein viðstaddra sagði í samtali við Vísi að þeir hefðu tekið sig afar vel út í hlutverkinu, og hefði móttökurnar einna helst minnt á atriði úr bíómynd, enda myndu báðir sæma sér vel í Hollywood.

Galakvöldverðurinn var lokapunktur Fiðrildaviku UNIFEM, en alls söfnuðust rúmar 92 milljónir í átakinu. Hluti upphæðinnar er afrakstur uppboðs sem haldið var á galakvöldinu en auk þess safnaðist til að mynda ein milljón króna á brjóstauppboði á föstudagskvöldið.

Peningunum verður varið til styrktar baráttu gegn ofbeldi á konum í Líberíu, Súdan og Lýðveldinu Kongó.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.