Lífið

Brúðkaup Brangelinu slegið af?

Svo virðist ætla að fara að ekkert verði af fyrirætluðu brúðkaupi Brads Pitt og Angelinu Jolie sem slúðurpressan vestanhafs hefur velt vöngum yfir undanfarið.

Samkvæmt heimildamanni Star tímaritsins hefur skipulagningin valdið tíðum rifrildum milli parsins. Brad vill stóra kirkjuathöfn í New Orleans með alla fjölskylduna viðstadda. Doug bróðir hans yrði svaramaður, og mamma hans myndi hjálpa til að skipuleggja. Angelina vill hinsvegar lítið brúðkaup í Frakklandi, þar sem einungis börnin og bróðir hennar, James, yrðu viðstödd.

Þegar Brad viðraði hugmyndir sínar um athöfnina og þáttöku mömmu fyrst mun Angelina hafa tekið kast. Hvorugt þeirra var tilbúið til að hliðra til, og eftir öskur og læti hlupu þau inn í sitt hvort svefnherbergið og skelltu á eftir sér. Segir heimildamaðurinn að leysist ekki úr málum verði ekkert af brúðkaupinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.