Lífið

Doherty vinnur að sjónvarpsþætti með ungum fíklum

Rokkarinn Pete Doherty hyggst koma fram í nýjum sjónvarpsþætti í Bretlandi sem fjallar um unglinga sem átt hafa í fíkniefnavanda.

Samkvæmt heimildamönnum breska dagblaðsins Daily Star mun Pete, sem er 29 ára í dag, fara á tvö meðferðarheimili sem einbeita sér að unglingum háðum kókaíni og krakki.

Doherty mun stjórna tónlistanámskeiði á meðferðarheimilunum auk þess mun hann heimsækja brauð- og kökugerð með unglingunum. Þau sem fá að njóta krafta Doherty eru ungir fíklar á meðferðarheimilinu Langley í Manchester og Manor Park í Sheffield.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.