Fleiri fréttir

Forbes tilnefnir áhrifamestu stjörnurnar

Oprah trónir nú sem fyrri ár á toppi Forbes-listans yfir áhrifamesta fólkið í Hollywood. Auk gríðarvinsæls spjallþáttar síns, útvarpsþáttar og tímarits, á hún hluti í spjallþáttum Dr. Phils og Rachel Ray. Hún er bæði ríkasta konan, og blökkumaðurinn, á listanum, og er auður hennar metinn á rúman einn og hálfan milljarð bandaríkjadala - um hundrað milljarða króna.

97.000 manns horfðu á Spaugstofuna

Í vikulegri könnun Capacent á vinsælustu dagskrárliðunum í sjónvarpinu sem birtist í dag kemur fram að 97.000 manns horfðu á Spaugstofuna á laugardagskvöldið. Gettu Betur er þó með mest uppsafnað áhorf 49,9%. Rúv á 28 af 30 vinsælustu dagskrárliðum landsins.

Clapton trekkir

Miðar á tónleika Eric Clapton í Egilshöllinni 8. ágúst eru nær búnir fimm mánuðum áður en rokkarinn mætir á svæðið. Nokkur hundruð miðar á aftara svæði eru eftir af þeim tíu þúsund sem gefnir voru út, og því ljóst að stór hluti landsmanna hefur áhuga á því að berja goðið augum.

Kiddi Vídjófluga eins og innfæddur á Jamaíka

„Þetta er svo frábært að það er varla hægt að lýsa því," sagði Kristinn Kristmundsson betur þekktur sem Kiddi Vídjófluga í viðtali við Ríkisútvarpið í gær. Hann er nú staddur á Jamaíka en það er hans fyrsta utanlandsferð á ævinni. Kiddi hefur dansað diskó og hagað sér sem innfæddur í sólinni.

Laddi gestur Loga í beinni

Þátturinn Logi í beinni á morgun verður lagður í heild sinni undir feril Ladda. Þátturinn verður tekinn upp í borgarleikhúsinu í þetta sinn, og verður Laddi eini gesturinn.

Efnahagssorgunum drekkt í kampavíni?

Íslendingar draga hvergi saman seglin þrátt fyrir að spár alþjóða matsfyrirtækja gefi til kynna að efnahagslífið rambi á barmi hruns. Nýskráðir bílar voru voru tæpum fjörtíu prósentum fleiri fyrstu tvo mánuði ársins en á sama tíma í fyrra, heildar kreditkortavelta jókst um rúman fjórðung í janúar og kreditkortanotkun erlendis um rúm tuttugu og tvö prósent frá sama tímabili í fyrra.

Þursaflokkurinn á leið til Akureyrar

Landsmenn virðast ekki geta fengið nóg af Þursaflokknum. Vegna fjölda áskorana hafa Þursarnir ákveðið að halda til Akureyrar og halda tónleika á Græna hattinum föstudaginn 11. apríl.

Dauðasveitir Hillary Clinton í Kastljósinu

Áhorfendur Kastljóssins í gærkvöldi ráku margir hverjir upp stór augu þegar sýna átti auglýsingu frá stuðningsmönnum Hillary Clinton í umræðu um forkosningar demókrata í Bandaríkjunum.

Leitað að börnum fyrir þátt Opruh

Þekkir þú barn eða ungling sem er undabarn, hefur sett heimsmet, eða gert eitthvað undravert? Þáttur Opruh Winfrey leitar nú að afburðabörnum til að fjalla um í þættinum.

Létt Bylgjan heiðrar afrekskonu ársins

Létt Bylgjan ætlar að heiðra afrekskonu ársins á konukvöldi sínu næstkomandi sunnudag. Í tilkynningu frá Bylgjunni segir að allir geti farið á netið og komið með hugmyndir um hvaða onu eigi að tilnefna. Hún þurfi alls ekki að vera þjóðþekktur einstaklingur. Konan geti hafa sigrast á erfiðleikum, klifið fjöll, alið upp börn, klárað nám, hlaupið maraþon, sungið í beinni, eða skarað fram úr að öðru leiti.

Harry Potter hótað lífláti

Fjórir sérsveitarmenn gæta nú Harry Potter stjörnunnar Daniel Radcliffe öllum stundum, eftir að æstur aðdáandi hótaði honum lífláti. Við tökur á nýjustu Harry Potter myndinni á laugardag þurfti hann að skipta þrisvar sinnum um bíl til að villa um fyrir mögulegum misyndismönnum.

Máni er ekki spenntur fyrir sterahlunkum

„Mér finnst leiðinlegt að ég hafi skrifað eitthvað sem ekki mátti spyrjast út varðandi þennan þátt. Þeir sem þekkja mig vita að ég fer ekki að bulla með neitt svona," segir Þorkell Máni Pétursson, útvarpsmaður á X-inu.

Cheryl Cole fyrirgefur eiginmanninum

Cheryl Cole hefur ákveðið að fara aftur til eiginmannsins, hins fláráða Ashley Cole. The Sun hefur eftir vini söngkonunnar að hún hafi því ákveðið að fyrirgefa honum einungis mánuði eftir að hann varð uppvís að því að hafa ítrekað haldið framhjá henni.

Gillz segir Mána vera skotinn í sér

Þorkell Máni Pétursson útvarpsmaður á X-inu segir á blogginu sínu í dag að hann hafi fyrir því öruggar heimildir að Gillzenegger komi út úr skápnum í þættinum Sjálfstæðu fólki sem verður sýndur þarnæsta sunnudag. Egill Gilzenegger Einarsson segir þetta af og frá.

Fáfnismaður trúlofast æskuástinni

„Það er nú kannski best að gera ekkert mikið úr þessu, hafa smá dulúð,“ segir Fáfnismaðurinn Jón Trausti Lúthersson, sem trúlofaðist á dögunum sinni heittelskuðu, Völu Reynisdóttir. Parið tók nýlega saman aftur eftir fimm ára hlé, en þau eiga tvö börn saman, átta og tíu ára.

Rafvirki vill kynnast einstæðri milljónamóður

„Óska eftir að kynnast 2 barna móður á höfuðborgarsvæðinu...ps. tölurnar 2,5,13,20,21 þurfa að tengjast henni.“ Svona hljómaði smáauglýsing í Fréttablaðinu í morgun. Þar stendur ennfremur að frekari upplýsingar gefur Ágúst og undir er símanúmer.

Demantshringlur og smáhestar fyrir tveggja vikna tvíbura J-Lo

Þó þeir séu ekki orðnir tveggja vikna, eru tvíburar Jennifer Lopez strax farnir að lifa lúxus-lífi. J-Lo hefur að sögn lagt sig alla fram við að veita þeim heilbrigða og hamingjusama æsku. Tvíburarnir hafa sér til aðstoðar listmeðferðarfræðing, nuddara og eiga sitt eigið gjafaherbergi. Þá hefur mamma þeirra látið mála barnaherbergið í ljósbláum og grænbláum tónum, sem eiga að auka greind barnanna.

Undirfataverslun gefur flugfarþegum poka

„Ég er alltaf að ferðast með snyrtivörur og það pirraði mig að þurfa að hlaupa hring og borga tíkall fyrir pokann,“ segir Sjöfn Kolbeins hjá undirfataversluninni La Senza. Verslunin hefur ákveðið að gefa flugfarþegum sem ferðast um Flugstöð Leifs Eiríkssonar poka undir snyrtivörurnar.

Fiðrildaganga UNIFEM í kvöld!

Í tilefni af Fiðrildaviku UNIFEM efna BAS og UNIFEM til FIÐRILDAGÖNGU miðvikudaginn 5. mars kl. 20:00. Gengið verður frá húsakynnum UNIFEM á mótum Frakkastígs og Laugavegs, niður á Austurvöll.

Sokkabandið á Lókal

Leikhópnum Sokkabandinu hefur verið boðið að sýna nýjustu leiksýningu sína, Hér & Nú, á LÓKAL - alþjóðlegu leiklistarhátíðinni sem haldin verður í fyrsta skipti í Reykjavík dagana 5. – 9. mars. Tveimur öðrum íslenskum sýningum var boðið að taka þátt. Erlendu sýningarnar á hátíðinni eru ýmist frá Bandaríkjunum, Frakklandi og Belgíu.

Serbíutónleikum Bjarkar var ekki aflýst

Tónleikum Bjarkar á EXIT tónlistarhátíðarinni í Serbíu var ekki aflýst í kjölfar þess að hún hvatti Kosovó til að lýsa yfir sjálfstæði á tónleikum í Tokyo í febrúar. Þetta segir í yfirlýsingu sem tónleikahaldarar sendu Iceland Review.

Jordan vill bleika einkaþotu

Glamúrmódelið Jordan er um þessar mundir að versla sér einkaþotu til að ferja fjölskylduna. Þotan er af gerðinni Hawker 900 og kostar 4,5 milljónir punda, eða tæpar sex hundruð milljónir íslenskra króna.

Ummæli Bjarkar falla í grýttan jarðveg í Kína

Stuðningsyfirlýsing Bjarkar við sjálfstætt Tíbet á tónleikum hennar í Sjanghæ á sunnudag fer misvel í kínverskan almenning. Stjórnvöld og ríkisreknir fjölmiðlar hafa þagað þunnu hljóði yfir atburðinum, en spjallþræðir á netinu loguðu af reiðum athugasemdum eftir að ummælin láku út.

Júróbandið æfir Hey hey hey we say ho ho ho

Júróbandið undirbýr Serbíuför sína af miklum móð, og ætlar sér stóra hluti ytra. „Við ætlum upp úr þessum riðli,"segir Friðrik Ómar Evróvisjónfari, og bætir við að það hafi alltaf verið markmið Júróbandsins að taka þátt í Evróvisjón og sigra.

Seldist nærri upp á Clapton á hálftíma

Miðasala á tónleika Eric Clapton í Egilshöllinn hófst klukkan 10:00 í morgun. Klukkan hálf ellefu var búið að selja um átta þúsund miða. Raðir mynduðust fyrir utan afgreiðslustaði. Miðarnir klárast í hádeginu.

Andlit Iceland á kafi í kóki

Þrátt fyrir að vera komin fjóra mánuði á leið og bumban sé orðin greinileg sýgur fyrirsætan Kerry Katona kókaín með upprúlluðum 20 dala seðli eins og ekkert sé. Katona, sem er andlit Iceland keðjunnar, fullyrðir við vini sína að ekkert sé að óttast.

Arnaldur besti rithöfundurinn

„Já, ég er auðvitað mjög ánægður með að fólk skuli taka svona vel undir það sem ég hef verið að gera,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Þó umdeilanlegt sé hvort yfirleitt sé hægt að keppa í listum er óhætt að segja að Arnaldur beri höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda á Íslandi og er þá ekki bara verið að vísa í sölutölur.

Sagði krafta aflraunamanna ótrúlega

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, var meðal þúsunda manna sem komu saman til þess að fylgjast með aflraunamönnum á Arnold Scwarzenegger Classic mótinu í Columbus í Ohio um helgina.

Björk styður Tíbeta á tónleikum í Sjanghæ

Björk Guðmundsdóttir hvatti til sjálfstæðis Tíbets á tónleikum sem hún hélt í Sjanghæ í Kína á sunnudaginn. Í lokalagi tónleikanna, "Declare independence", hrópaði hún: „Tíbet, Tíbet", en lagið er ákall um að fólk eigi að krefjast sjálfstæðis. Ekki hefur heyrst af viðbrögðum Kínverskra stjórnvalda en sjálfstæðisbarátta Tíbets er viðkvæmt mál þessa dagana, ekki síst í ljósi þess að styttist í Ólympíuleikana í Beijing.

Sjá næstu 50 fréttir