Lífið

Tveggja tíma Idol maraþon í kvöld

Fyrrverandi fatafellan David Hernandez er meðal þeirra sem mun verma skjái landans í kvöld.
Fyrrverandi fatafellan David Hernandez er meðal þeirra sem mun verma skjái landans í kvöld.
Ekki stendur til að breyta fyrirkomulagi sýninga á American Idol á Stöð 2, en það hefur hlotið nokkra gagnrýni undanfarið. Í Bandaríkjunum er keppni karla og kvenna sýnd sitt í hvoru lagi, og svo úrslitaþátturinn þriðja kvöldið. Á Íslandi eru allir þrír þættirnir hinsvegar sýndir sama kvöldið, og verður Idol því á dagskrá í rúma tvo klukkutíma í kvöld, frá tuttugu mínútur yfir átta, til hálf ellefu. Þetta er þó síðasti þátturinn þar sem karlar og konur keppa sitt í hvoru lagi, og verða næstu þættir því nær helmingi styttri.

„Við erum búnir að gera þetta svona í 2-3 ár," segir Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. „Það er það fyndna, svona umræða hefur ekki komið upp áður."

Pálmi segir áhorfstölur ekki benda til þess að lengd þáttarins fari fyrir brjóstið á mörgum. Þátturinn hefur 30% uppsafnað áhorf, og er því vinsælasti stjónvarpsþáttur Stöðvar 2.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.