Lífið

Sjónvarpsstjarna í kosningasjónvarpi Verzlinga

Ásgeir Erlendsson Verzlingur og íþróttafréttamaður á Rúv.
Ásgeir Erlendsson Verzlingur og íþróttafréttamaður á Rúv.

Í þessarri viku fara fram kosningar í Verzlunarskóla Íslands. Vikan hefur alltaf verið glæsileg í gegnum árin þar sem frambjóðendur gefa veitingar og eru með ýmsar uppákomur.

Nú í ár hefur stjórn nemendafélagsins haldið úti kosningasjónvarpi á netinu þar sem frambjóðendur eru teknir í viðtöl og spurðir spjörunum út.

„Við erum rosalega ánægð með útkomuna á þessu og erum meðal annars með flotta bakgrunna frá kosningavaktinni á RÚV síðan í vor og alvöru ljós og myndavélar" segir Benedikt Valsson sjónvarpsstjóri.

Benedikt segir meginmarkmiðið með útsendingunum fyrst og fremst vera að hafa gaman af þessu og fá sem mest út úr frambjóðendunum. „Við erum einnig með myndbrot og viðtöl við nemendur þar sem spáð er í spilin."

Að sögn Benedikts er sjónvarpið sent út af vef nemendafélagsins og hefst útsending kl. 21:00 í kvöld og á sama tíma á morgun.

Stjórnendur sjónvarpsins eru Benedikt Valsson og Ásgeir Erlendsson íþróttafréttamaður á RÚV, en hann er einnig nemandi í Verzlunarskóla Íslands.

Hægt er að horfa á kosningasjónvarp Verzlinga með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.