Lífið

Friðrik krónprins týnir giftingarhringnum

Mary virðist ekki erfa þetta við eiginmanninn.
Mary virðist ekki erfa þetta við eiginmanninn.
Stærsti ótti hvers eiginmanns er orðinn að raunveruleika fyrir Friðrik Danaprins. Hann er búinn að týna giftingarhringnum. Málið er fyrirferðarmikið í dönskum fjölmiðlum, og mætti skilja sem svo að þjóðfélagið sé á öðrum endanum vegna málsins.

Að ganga um án giftingarhringsins er að vísu mál sem getur reynst erfitt að útskýra fyrir eiginkonunni. Friðrik hefur þó ágætis afsökun. Hringurinn liggur á hafsbotni út af strönd Norður-Ameríku, þar sem hann féll af fingri Friðriks í köfunarferð í byrjun janúar.

Köfunarmeistarinn Steve Tropp, sem var með Jóakim í ferðinni, segir við danska slúðurritið Se & Hør að þeir hafi leitað hringsins í tvær vikur eftir atvikið, en án árangurs.

Hringurinn er nálægt því að vera ómetanlegur, en hann er steyptur úr fyrsta gullinu sem fékkst úr Nalnuq-námunni á Suður-Grænlandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.