Lífið

Klæddu Unni Birnu

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir

Nú er kominn nýr leikur á Leikjaland.is. Um er að ræða annan leikinn sem stjórnendur vefsíðunnar búa til. Leikurinn ber nafnið "Klæddu Unni Birnu". Hann flokkast sem dúkkulísuleikur og gengur út á að klæða Unni Birnu í föt.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá 2 Global sem rekur Leikjaland. Þar segir enn fremur að síðan leikurinn var settur í loftið um kvöldmatarleytið í kvöld hefur hann verið spilaður yfir 2,500 sinnum.

Dúkkulísuleikir hafa verið mjög vinsælir á Leikjaland.is og sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. Á Leikjaland.is eru yfir 100 leikir af þessari gerð og njóta þeir allir vinsælda.

Í dag er hægt að spila tvo leiki með íslensku viðmóti og íslenskum persónum, hinn leikurinn er dúkkulísuleikurinn Gillzenegger sem sló í gegn og fékk yfir 15.000 spilanir á tveimur vikum.

Hægt er að spila leikinn með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.