Fleiri fréttir

Sean Connery kynþokkafyllri en George Clooney

Gamalmennin réðu ríkjum í nýrri kynþokkakönnun líkamsræktarfyrirtækisins Premier Training International. Sean Connery burstaði sér áratugum yngri menn í nýrri kynþokkakönnun, en hann þykir betur vaxinn en George Clooney og Jude law. Þá þótti Sophia Lauren, 73ja ára, bera höfuð og herðar yfir Angelinu Jolie og J-Lo hvað kynþokkafullan vöxt varðar.

Seldist upp á tónleika Frostrósa í forsölu

Svo mikil var ásókn í miða á tónleika Frostrósa í Laugardalshöll þann fimmtánda desember að þeir komust aldrei í almenna sölu. Sérstök forsala fyrir aðdáendur Frostrósa var haldin og seldust allir miðarnir upp þar.

Veðramót rassskellt á Eddunni

,,Ég fékk bara góða rassskellingu, það er það eina sem hægt er að segja um þetta," sagði Guðný Halldórsdóttir leikstjóri þegar Vísir leitaði viðbragða hennar við Edduverðlaununum í gær. Mynd Guðnýjar, Veðramót, hlaut flestar tilnefningar, eða ellefu talsins. Hún hlaut einungis ein verðlaun, fyrir leik Jörundar Ragnarssonar í aukahlutverki.

Bjóst við að fara af stað á Eddunni

Það fór ekki framhjá þeim sem fylgdust með Edduverðlaununum í gærkvöldi að leikkona ársins, Nanna Kristín Magnúsdóttir, er með barni. Nanna er komin 38 vikur og segist hafa búist við að fara af stað á meðan verðlaununum stæði, en svo hafi þó ekki orðið. „Ég var svo innilega glöð í hjarta mínu að fá verðlaunin, þetta var yndisleg tilfinning,“ segir Nanna.

Ragnar Bragason er sigurvegari Eddunnar

Ragnar Bragason leikstjóri kom sá og sigraði á Eddunni. Hann hlaut fern verðlaun. Kvikmynd hans, Foreldrar, hlaut alls sex verðlaun. Foreldrar var valin besta myndin og fékk verðlaun fyrir besta handrit. Ragnar fékk verðlaun fyrir leikstjórn. Ingvar E. Sigurðsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir voru valin leikari og leikkona ársins í aðalhlutverkum og Bergsteinn Björgólfsson fékk verðlaun fyrir kvikmyndatöku. Næturvaktin, sem Ragnar leikstýrir, hlaut tvenn verðlaun.

Þénaði yfir 40 milljarða á níu mánuðum

Söngvarinn Robbie Wiliams hefur heldur betur gert það gott á þessu ári. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs þénaði söngvarinn rúmlega 40 milljarða fyrir tónleikaferðalag sitt.

Kompás og Út og Suður eru frétta- og/eða viðtalsþættir ársins

Kompás og Út og Suður fengu sameiginlega Edduverðlaun í flokknum frétta- og/eða viðtalsþáttur ársins. Kiljan, þáttur Egils Helgasonar, sem sýndur er á RÚV, hlaut verðlaun í flokknum menningar/lífstílsþáttur ársins. Gettu Betur var valinn skemmtiþáttur ársins.

Paul McCartney: Kallaði Heather Mills einfætta tík

Heather Mills segir að Bítillinn Paul McCartney hafi komið illa fram við sig þegar þau voru gift. Segist hún hafa undir höndum upptökur þar sem Paul kallar hana ýmsum miður fallegum nöfnun þar á meðal einfætta tík.

Chelsy sagði Harry Bretaprinsi upp í gegnum síma

Chelsy Davy sagði Harry Bretaprinsi upp í vikunni eftir nærri þriggja ára samband. Að sögn Chelsy var það áhugaleysi prinsins og ærslafullur lífstíll hans sem varð sambandinu að aldurtila. Kornið sem fyllti mælinn var þegar prinsinn ákvað frekar að fara á ruðningsleik í Frakklandi með vinum sínum heldur en að mæta í afmæli Chelsy.

Eiginmaður Amy Winehouse úrskurðaður í gæsluvarðhald

Dómstóll í London dæmdi í morgun Blake Fielder-Civil, eiginmann Amy Winehouse, til að sæta gæsluvarðhaldi fyrir að reyna hindra framgang réttvísinnar. Blake var handtekinn eftir að lögreglan réðst inn á heimili þeirra í London í gær.

Michael Jackson vill halda Neverland

Poppsöngvarinn Michael Jackson mun að öllum líkindum halda búgarði sínum, Neverland, í Kaliforníu þrátt fyrir miklar skuldir. Veð í búgarðinum upp á tæpan 1,5 milljarð króna féll í vikunni en Jackson hefur ekki staðið við greiðslur hingað til.

Yoko Ono með listasýningu í Brasilíu

Yoko Ono, sem best er þekkt fyrir að vera ekkja Bítilsins John Lennon, opnar sýningu á áttatíu verkum sínum í Brasilíu næstkomandi laugardag. AP fréttastofan hefur eftir Brasilíumönnum að Ono muni einnig taka þátt í leiksýningu sem ber titilinn "A Night with Yoko". Ono hefur þegar sýnt verk sín í Noregi og Sviss.

Bubbi leigir í Langagerði

„Ég leigi einbýlishús í Langagerði á meðan ég bíð þess að geta flutt inn,“ segir Bubbi Morthens sem er að byggja sér hús upp við Meðalfellsvatn.

...og fimm vinsælustu sjónvarpsþættirnir eru:

GameTV, Kompás, Næturvaktin, Stelpurnar og Venni Páer eru fimm vinsælustu sjónvarpsþættirnir samkvæmt kosningu almennings sem lauk klukkan fimm í dag á Vísi. Úr þessum hópi verður vinningshafinn valinn með símakosningu á meðan verðlaunaafhending Eddunnar 2007 fer fram á Hilton Hotel Nordica næstkomandi sunnudagskvöld.

Mickey Rourke tekinn fullur á Vespu

Harðnaglinn Mickey Rourke var handtekinn í Flórída snemma í morgun grunaður um ölvun við akstur. Til að bíta höfuðið af skömminni var Rourke, - stjarna myndarinnar Harley Davidson and the Marlboro man og fyrrverandi meðlimur í mótorhjólagengi - á Vespu.

Eiginmaður Amy Winehouse handtekinn

Lögregla handtók í gær Blake Fielder-Civil, eiginmann Amy Winehouse. Hann er grunaður um að hann hafi ætlað að múta manni sem kærði hann fyrir líkamsárás til að breyta framburði sínum fyrir dómi.

Jack Diamond sækir Ísland heim

Útvarpsmaðurinn Jack Diamond og starfsfólk morgunþáttar hans ,,The Jack Diamond Show" heimsóttu Ísland á dögunum ásamt tuttugu heppnum hlustendum sínum sem höfðu unnið ferð til landsins í boði útvarpsstöðvarinnar MIX 107.3 og Icelandair.

Taskan komin í hendur dómsmálaráðherra

Vísir greindi frá því í gær að taska Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra hefði týnst á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í vikunni. Taskan er nú komin í leitirnar.

Fjórar nýjar þulur á skjáinn

Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, hefur ráðið fjórar nýjar þulur til starfa á stöðinni úr hópi þeirra 103 sem sóttu um starfið.

Hrasaði um stein

Jimmy Page, gítarleikari Led Zeppelin, segist hafa dottið um stein í garðinum sínum þegar hann braut litla fingur vinstri handar á dögunum. Fyrir vikið þurfti að fresta endurkomutónleikum sveitarinnar um tvær vikur, eða til 10. desember.

46 ára nærfatafyrirsæta

Agent Provocateur nærfatafyrirtækið er nú ekki þekkt fyrir að fara hefðbundar leiðir í auglýsingum sínum. Þeir gerðu meðal annars sjónvarpsauglýsingu með Kylie Minogue sem var svo svæsin að hún var bönnuð í sjónvarpi, og notuðu Maggie Gyllenhal sem andlit sitt þegar hún var nýbúin að eiga barn.

,,I'll be back" er lífseigasta línan

,,I'll be back" er mest notaða tilvitnunin í bíómynd, sé eitthvað að marka könnun vefsvæðisins myfilms.com. Línuna ódauðlegu sagði Arnold Schwarzenegger, núverandi ríkisstjóri Kaliforníu, í titilhlutverki sínu í Terminator, rétt áður en hann keyrði bíl sínum gegnum vegg lögreglustöðvar.

Barði og Eberg semja tónlist fyrir jólahrollvekju

Barði Jóhannson er fjölhæfur maður. Það hefur tæpast farið framhjá neinum þegar hann rúllaði upp samkeppninni í Laugardagslögunum með slagaranum Ho ho ho we say hey hey hey, sem gæti mögulega orðið eina sigurstranglega lagið sem Íslendingar hafa nokkru sinni sent í Eurovision.

Björn Bjarna týndi töskunni sinni

Ferðataska Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, týndist á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í gær. Ráðherrann var á leið til Brussel og þurfti hann að skipta um vél á Kastrup þar sem taskan hvarf.

J-Lo viðurkennir óléttuna

Jennifer Lopez hefur loks viðurkennt hið augljósa - að hún sé ófrísk. Á tónleikum í Miami í gær sagði hún áhorfendum að hún og eiginmaður hennar, Marc Anthony, eigi von á barni. Þetta kom þeim tæpast á óvart, því sístækkandi bumban Lopez, sem er talin vera komin fjóra mánuði á leið, hafði ekki farið framhjá mörgum.

Örvæntingarfullar húsmæður falla fyrst

Kjarabarátta handritshöfunda í Hollywood hefur lagt sitt fyrsta fórnarlambið að velli. Framleiðslu á Desperate Housewives var frestað í gær, eftir að handritin kláruðust.

Borgarstjóri í beðmálum

Michael Bloomberg borgarstjóri New York borgar hefur fengið hlutverk í kvikmyndinni sem gera á eftir sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni eða Sex in the city eins þeir hétu á frummálinu

Síldarsjómenn sérfræðingar í boltanum

Margir síldveiðisjómenn eru orðnir sérfræðingar í allri heimsins knattspyrnu eftir að hafa stúderð hana sólarhringum saman í vel á annan mánuð.

Mamma Britney tekur á sig sökina

„Ég kenni sjálfri mér um,“ sagði Lynne Spears, mamma hennar Britney, í viðtali við bandarískt tímarit þar sem ófarir poppgyðjunnar voru til umræðu. „Ég vildi að ég hefði verið meira með henni á tónleikaferðunum, en ég gat það ekki. Ég á fleiri börn sem ég þurfti að hugsa um.“

Vince Vaughn á ekki farsíma

Vince Vaughn viðurkenndi á MTV sjónvarpsstöðinni í gær að hann notaði ekki farsíma. ,,Ég á ekki farsíma vegna þess að gamla aðferðin hefur alltaf virkað fyrir mig." sagði hann við kynninn, Damien Farley. ,,Ef þú hringir í mig, þá hringi ég til baka, eins og herramaður"

Allt fyrir ástina í forsölu á tónlist.is

Nú gefst notendum Tónlist.is tækifæri á að vera fyrstir til að eignast nýjustu Páls Óskars, Allt fyrir ástina. Platan er komin út á vefsvæðinu, en kemur ekki í verslanir fyrr en föstudaginn 9. nóvember.

Bragðgóðir vinir

Í fréttaskýringaþættinum Kompási í gær var fjallað um geitarækt á Íslandi. Þar var rætt við Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur geitabónda á Háafelli í Borgarfirði. Hún segir að geitaræktunin sé líkari því að vera með hunda en kindur. Eigi maður hundrað og þrjátíu geitur eigi maður líka hundrað og þrjátíu vini.

Aska Yrsu seld til Þýskalands og Póllands

Útgáfuréttur á nýjustu glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Ösku, sem kemur í verslanir fljótlega, hefur þegar verið seldur til Þýskalands og Póllands.

Scarlett elskar að vinna með Hebu Þórisdóttur

„Ég má ekkert tjá mig um þessar tvær myndir og er bundin algjörum trúnaði við framleiðendur hennar,“ segir Heba Þórisdóttir, förðunarsérfræðingur í Hollywood, en hún mun sjá um förðun bandarísku stórleikkonunnar Scarlett Johansson í næstu tveimur myndum hennar.

Móeiður útskrifast úr guðfræði

,,Ég hafði bara ofsalega gaman af þessu og naut námsins í botn," segir Móeiður Júníusdóttir, en hún útskrifaðist úr BA-námi í guðfræði í lok október.

Leyndarmálið bak við lögulegan afturenda Beyoncé

Beyoncé Knowles lumar á leynivopni í baráttunni við að halda rassinum stinnum og vel löguðum. Söngkonan, sem er næstum jafn þekkt fyrir lögulegan afturenda og sönghæfileika, gengur í ömmunærbuxum til að halda botnstykkinu í skefjum. Líklega er þetta ekki staðreynd sem hún ætlaði sér að auglýsa, en komst ekki hjá því í æsilegri dansrútínu á tónleikum sínum í Shanghai í vikunni.

Sjá næstu 50 fréttir