Lífið

J-Lo viðurkennir óléttuna

MYND/Getty
Jennifer Lopez hefur loks viðurkennt hið augljósa - að hún sé ófrísk. Á tónleikum í Miami í gær sagði hún áhorfendum að hún og eiginmaður hennar, Marc Anthony, eigi von á barni. Þetta kom þeim tæpast á óvart, því sístækkandi bumban Lopez, sem er talin vera komin fjóra mánuði á leið, hafði ekki farið framhjá mörgum.

Í síðustu viku hafði uppáhalds hönnuður hennar, Roberto Cavalli, tekið af allan vafa um að það væri barn en ekki einkennilega staðsett aukakíló sem væri ástæðan fyrir kúlunni. ,, Í augnablikinu þarf Jennifer Lopez mjög sérstök föt meðan hún bíður eftir barninu. Það er erfitt að hanna á hana því hún stækkar í hverri viku" sagði hönnuðurinn og upplýsti þar með eitt verst geymda leyndarmál seinni tíma.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.