Lífið

Móeiður útskrifast úr guðfræði

MYND/GVA

,,Ég hafði bara ofsalega gaman af þessu og naut námsins í botn," segir Móeiður Júníusdóttir, en hún útskrifaðist úr BA-námi í guðfræði í lok október.

Móeiður segir BA-námið reyndar bara einn áfanga, en hún hélt beina leið áfram í Cand.theol nám. ,,Það er að vísu verið að breyta náminu svo ég verð með þeim síðustu sem ber þann titil," sagði Móeiður, sem var einmitt stödd í Skálholti þegar Vísir náði tali af henni. Þar var hún að leiðbeina fermingarbörnum en það er hluti af námi hennar. Hún vildi ekki kannast við að unglingar væru erfitt fólk. ,,Krakkarnir eru alveg yndislegir, ég skil ekkert hvað fólk er alltaf að kvarta undan unglingum."

Cand. theol. náminu lýkur svo með embættisprófi. Þá sækja þeir sem hug hafa á um brauð og teljast fullgildir prestar fái þeir það.

Móeiður stefnir á að sækjast eftir brauði. Aðspurð hvort hún yrði þá ekki lagvísasti prestur landsins svaraði hún að það vissi það nú ekki, þeir væru margir lagvísir. ,,En maður ætti allavega að geta tónað," sagði hin fjölhæfa Móeiður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.