Lífið

VÆB bræður á for­síðu BBC

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
VÆB-bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir ásamt dansara.
VÆB-bræðurnir Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir ásamt dansara. Skjáskot/BBC

Á forsíðu menningarvefs BBC má finna ljósmynd af VÆB-bræðrum ásamt dansara úr atriði þeirra.

VÆB-bræður stigu á svið á fyrra undankvöldi Eurovision á þriðjudaginn og komust eins og alþjóð veit áfram í úrslit og munu því keppa til úrslita á laugardaginn næstkomandi. Seinna undankvöldið er í kvöld.

Fréttin sem um ræðir er umfjöllun um það hversu fljótir viðburðarhaldarar eru að skipta um svið milli atriða, en til þess hafa þeir aðeins 35 sekúndur.

Frétt BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.