Lífið

Seldist upp á tónleika Frostrósa í forsölu

Svo mikil var ásókn í miða á tónleika Frostrósa í Laugardalshöll þann fimmtánda desember að þeir komust aldrei í almenna sölu. Sérstök forsala fyrir aðdáendur Frostrósa var haldin og seldust allir miðarnir upp þar.

Í tilkynningu kemur fram að vegna fjölda áskorana hafi verið bætt við sérstökum aukatónleikum sunnudaginn 16. desember klukkan átta.

Í tilefni af fimm ára afmæli Frostrósa munu Dívurnar syngja í fjórum af fegurstu kirkjum landsins, í Stykkishólmi, á Akureyri, Ísafirði og á Egilsstöðum, dagana 5. - 8. desember.

Miðasala á aukatónleikana og tónleika Frostrósa á landsbyggðinni 5.-8. desember hófst í morgun á miði.is og afgreiðslustöðum miði.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.