Lífið

Kylie Minogue ríður vélnauti á ITV sjónvarpsstöðinni

Kylie við tökur á myndbandinu við Sensitized.
Kylie við tökur á myndbandinu við Sensitized.
Kylie Minogue hyggst skella sér á bak vélknúins bola, íklædd lífsstykki og netsokkabuxum, við flutning á nýju lagi sínu, Sensitized, á ITV sjónvarpsstöðinni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Minogue bregður sér á bak vélnauts. Árið 2001 reið hún á einu slíku flauelsklæddu í einni frægustu nærfataauglýsingu síðari tíma fyrir Agent Provocateur nærfataframleiðandann.

Auglýsingin var svo djörf að hún var bönnuð í sjónvarpi og einungis sýnd í kvikmyndahúsum á undan myndum sem voru leyfðar til sýninga fyrir átján ára og eldri. Hún lifir hinsvegar góðu lífi á YouTube.

Sinfoníuhljómsveit Bretlands spilar undir hjá poppprinsessunni í ITV sjónvarpsþættinum, sem verður tekinn upp í vikunni. Dagskrárstjórar stöðvarinnar lofa stórfenglegum þætti.

Minogue sagði undirbúninginn hafa verið skemmtilegan. ,,Samstarfsmenn mínir og ég erum að undirbúa frábært kvöld með blöndu af gömlum og nýjum lögum og nokkrum óvæntum uppákomum" sagði stjarnan smávaxna.

Þeir sem vilja skoða upprunalega útgáfu geta gert það hér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.