Lífið

Michael Jackson vill halda Neverland

MYND/Getty

Poppsöngvarinn Michael Jackson mun að öllum líkindum halda búgarði sínum, Neverland, í Kaliforníu þrátt fyrir miklar skuldir. Veð í búgarðinum upp á tæpan 1,5 milljarð króna féll í vikunni en Jackson hefur ekki staðið við greiðslur hingað til.

Að sögn fjölmiðlafulltrúa Jacksons vinnur söngvarinn nú að því að endurfjármagna þau lán sem hann er með. Talið er að söngvarinn skuldi nú um 20 milljarða. Neverland var settur á vanskilaskrá í vikunni og greiði söngvarinn ekki lánin fljótlega verður búgarðurinn settur á uppboð.

Búgarðinum var lokað í fyrra eftir að Jackson hafði ekki borgað lögbundnar tryggingar fyrir starfsmenn sína. Hann var sektaður um rúmar fjórar milljónir króna og starfsfólkið lögsótti hann vegna vangoldinna launa upp á tæpar tuttugu milljónir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.