Lífið

Taskan komin í hendur dómsmálaráðherra

Breki Logason skrifar
Björn Bjarnason er búinn að finna töskuna sína.
Björn Bjarnason er búinn að finna töskuna sína.

Vísir greindi frá því í gær að taska Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra hefði týnst á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í vikunni. Taskan er nú komin í leitirnar.

Björn var á leiðinni til Brussel og þurfti að skipta um vél á Kastrup í vikunni. Ekki vildi betur til en svo að taskan týndist þegar verið var að ferja hana á milli véla Icelandair og SAS.

Á bloggi sínu á miðvikudagskvöldið sagði Björn: „Enginn virðist á þessari kvöldstundu vita um örlög hennar."

Í gær bloggaði ráðherra síðan frá flugvellinum í Brussel þar sem hann beið eftir flugi til Svíþjóðar. Þar greindi hann frá því að taskan væri komin í leitirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.