Lífið

María prinsessa verður verndari dönsku Mæðrahjálparinnar

María með Ísabellu dóttur sína.
María með Ísabellu dóttur sína. MYND/Getty
María krónprinsessa Dana hefur tekið við hlutverki Alexöndru greyfinju, fyrrverandi eiginkonu Jóakims prins, sem verndari dönsku Mæðrahjálparinnar.

Með þessu konunglega hjálparstarfi vonast hún til að hjálpa einstæðrum mæðrum að veita börnum sínum ást og umhyggju. ,,Sem móðir veit ég hve miklu máli það skiptir að geta veitt börnum sínum ást og öruggt umhverfi. Ég vona að ég geti lagt mitt af mörkum til að mæður og fjölskyldur þeirra geti gefið börnum sínum besta mögulega veganesti út í lífið" sagði Mary í fréttatilkynningu um málið.

Mæðrahjálpin var eitt þeirra konunglegu verkefna sem Alexandra greyfinja hélt eftir að hún skildi við Jóakim. Í mars síðastliðnum gifti hún sig aftur. Hún er því ekki lengur meðlimur kóngafjölskyldunnar og þurfti því að segja skilið við Mæðrahjálpina.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.