Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2025 17:50 Mótmælandi sést hér bera palestínska fánann á æfingunni í dag. Getty/Harold Cunningham Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum keppninnar. Öryggisteymi hafi fljótlega fundið fólkið og í kjölfarið fylgt þeim út úr salnum. Á ljósmyndum af atvikinu má sjá fólk bera palestínska fánann á meðan tónlistarkonan Raphael flutti lagið New Day Will Rise. Sjálf lifði hún af hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Einnig mátti sjá ísraelska fánann í áhorfendaskaranum.Getty/Harold Cunningham Þátttöku Ísrael í Eurovision var einnig mótmælt þegar atriði keppninnar óku eftir túrkis dreglinum á mánudag. Ísraelski hópurinn sendi kvörtun til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eftir að ungur maður dró fingur eftir hálsi sér á meðan hann horfði í átt að vagni hópsins og hrækti í kjölfarið í áttina að honum. Talað fyrir því að Ísrael verði vísað úr keppni Þátttaka Ísraels í Eurovision hefur reynst umdeild síðustu ár vegna stríðsreksturs ísraelskra stjórnvalda á Gasa sem hefur leitt af sér gríðarmikið mannfall og eyðileggingu auk ásakana um stríðsglæpi. Dæmi eru um að önnur þátttökuríki hafi talað fyrir því að Ísrael verði meinuð þátttaka líkt og gerðist við Rússa eftir allsherjarinnrás þeirra inn í Úkraínu árið 2022. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, hefur sagt að henni þyki óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í keppninni og kallað eftir því að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). Írsku, spænsku og slóvensku almannamiðlarnir hafa einnig kallað eftir umræðu um þátttöku Ísraels í keppninni á vettvangi EBU vegna stríðsrekstursins á Gasa. Fréttin hefur verið uppfærð. Eurovision Ísrael Eurovision 2025 Tengdar fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Ríkisútvarpið fagnar því ef þátttaka Ísrael í Eurovision verður tekin til umræðu á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva að sögn útvarpsstjóra. Rúv hafi þegar upplýst EBU um afstöðu utanríkisráðherra Íslands til þátttöku Ísraels, en ekki er til skoðunar af hálfu Rúv að Ísland sniðgangi keppnina. 22. apríl 2025 19:02 Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Fjöldi fyrrverandi keppenda í Eurovision hefur fordæmt þátttöku Ísraela í keppninni og vill að þeim verði vikið úr henni. Ísrael er spáð mjög góðu gengi. 6. maí 2025 20:30 Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Fátt bendir til annars en að fulltrúi Ísraels stigi á svið í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í næstu viku. Söngkonan sem sjálf lifði af hryðjuverkaárás Hamas stígur nú á stóra sviðið í skugga stríðsreksturs Ísraelsríkis á Gasa. Hún var lítt þekkt sem tónlistarkona þangað til í fyrra en hún kveðst þakklát fyrir tækifærið og hyggst að vera landi sínu og þjóð til sóma. 8. maí 2025 07:33 Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum keppninnar. Öryggisteymi hafi fljótlega fundið fólkið og í kjölfarið fylgt þeim út úr salnum. Á ljósmyndum af atvikinu má sjá fólk bera palestínska fánann á meðan tónlistarkonan Raphael flutti lagið New Day Will Rise. Sjálf lifði hún af hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Einnig mátti sjá ísraelska fánann í áhorfendaskaranum.Getty/Harold Cunningham Þátttöku Ísrael í Eurovision var einnig mótmælt þegar atriði keppninnar óku eftir túrkis dreglinum á mánudag. Ísraelski hópurinn sendi kvörtun til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eftir að ungur maður dró fingur eftir hálsi sér á meðan hann horfði í átt að vagni hópsins og hrækti í kjölfarið í áttina að honum. Talað fyrir því að Ísrael verði vísað úr keppni Þátttaka Ísraels í Eurovision hefur reynst umdeild síðustu ár vegna stríðsreksturs ísraelskra stjórnvalda á Gasa sem hefur leitt af sér gríðarmikið mannfall og eyðileggingu auk ásakana um stríðsglæpi. Dæmi eru um að önnur þátttökuríki hafi talað fyrir því að Ísrael verði meinuð þátttaka líkt og gerðist við Rússa eftir allsherjarinnrás þeirra inn í Úkraínu árið 2022. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, hefur sagt að henni þyki óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í keppninni og kallað eftir því að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). Írsku, spænsku og slóvensku almannamiðlarnir hafa einnig kallað eftir umræðu um þátttöku Ísraels í keppninni á vettvangi EBU vegna stríðsrekstursins á Gasa. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eurovision Ísrael Eurovision 2025 Tengdar fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Ríkisútvarpið fagnar því ef þátttaka Ísrael í Eurovision verður tekin til umræðu á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva að sögn útvarpsstjóra. Rúv hafi þegar upplýst EBU um afstöðu utanríkisráðherra Íslands til þátttöku Ísraels, en ekki er til skoðunar af hálfu Rúv að Ísland sniðgangi keppnina. 22. apríl 2025 19:02 Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Fjöldi fyrrverandi keppenda í Eurovision hefur fordæmt þátttöku Ísraela í keppninni og vill að þeim verði vikið úr henni. Ísrael er spáð mjög góðu gengi. 6. maí 2025 20:30 Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Fátt bendir til annars en að fulltrúi Ísraels stigi á svið í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í næstu viku. Söngkonan sem sjálf lifði af hryðjuverkaárás Hamas stígur nú á stóra sviðið í skugga stríðsreksturs Ísraelsríkis á Gasa. Hún var lítt þekkt sem tónlistarkona þangað til í fyrra en hún kveðst þakklát fyrir tækifærið og hyggst að vera landi sínu og þjóð til sóma. 8. maí 2025 07:33 Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Sjá meira
Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Ríkisútvarpið fagnar því ef þátttaka Ísrael í Eurovision verður tekin til umræðu á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva að sögn útvarpsstjóra. Rúv hafi þegar upplýst EBU um afstöðu utanríkisráðherra Íslands til þátttöku Ísraels, en ekki er til skoðunar af hálfu Rúv að Ísland sniðgangi keppnina. 22. apríl 2025 19:02
Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Fjöldi fyrrverandi keppenda í Eurovision hefur fordæmt þátttöku Ísraela í keppninni og vill að þeim verði vikið úr henni. Ísrael er spáð mjög góðu gengi. 6. maí 2025 20:30
Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Fátt bendir til annars en að fulltrúi Ísraels stigi á svið í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í næstu viku. Söngkonan sem sjálf lifði af hryðjuverkaárás Hamas stígur nú á stóra sviðið í skugga stríðsreksturs Ísraelsríkis á Gasa. Hún var lítt þekkt sem tónlistarkona þangað til í fyrra en hún kveðst þakklát fyrir tækifærið og hyggst að vera landi sínu og þjóð til sóma. 8. maí 2025 07:33