Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2025 17:50 Mótmælandi sést hér bera palestínska fánann á æfingunni í dag. Getty/Harold Cunningham Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum keppninnar. Öryggisteymi hafi fljótlega fundið fólkið og í kjölfarið fylgt þeim út úr salnum. Á ljósmyndum af atvikinu má sjá fólk bera palestínska fánann á meðan tónlistarkonan Raphael flutti lagið New Day Will Rise. Sjálf lifði hún af hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Einnig mátti sjá ísraelska fánann í áhorfendaskaranum.Getty/Harold Cunningham Þátttöku Ísrael í Eurovision var einnig mótmælt þegar atriði keppninnar óku eftir túrkis dreglinum á mánudag. Ísraelski hópurinn sendi kvörtun til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eftir að ungur maður dró fingur eftir hálsi sér á meðan hann horfði í átt að vagni hópsins og hrækti í kjölfarið í áttina að honum. Talað fyrir því að Ísrael verði vísað úr keppni Þátttaka Ísraels í Eurovision hefur reynst umdeild síðustu ár vegna stríðsreksturs ísraelskra stjórnvalda á Gasa sem hefur leitt af sér gríðarmikið mannfall og eyðileggingu auk ásakana um stríðsglæpi. Dæmi eru um að önnur þátttökuríki hafi talað fyrir því að Ísrael verði meinuð þátttaka líkt og gerðist við Rússa eftir allsherjarinnrás þeirra inn í Úkraínu árið 2022. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, hefur sagt að henni þyki óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í keppninni og kallað eftir því að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). Írsku, spænsku og slóvensku almannamiðlarnir hafa einnig kallað eftir umræðu um þátttöku Ísraels í keppninni á vettvangi EBU vegna stríðsrekstursins á Gasa. Fréttin hefur verið uppfærð. Eurovision Ísrael Eurovision 2025 Tengdar fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Ríkisútvarpið fagnar því ef þátttaka Ísrael í Eurovision verður tekin til umræðu á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva að sögn útvarpsstjóra. Rúv hafi þegar upplýst EBU um afstöðu utanríkisráðherra Íslands til þátttöku Ísraels, en ekki er til skoðunar af hálfu Rúv að Ísland sniðgangi keppnina. 22. apríl 2025 19:02 Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Fjöldi fyrrverandi keppenda í Eurovision hefur fordæmt þátttöku Ísraela í keppninni og vill að þeim verði vikið úr henni. Ísrael er spáð mjög góðu gengi. 6. maí 2025 20:30 Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Fátt bendir til annars en að fulltrúi Ísraels stigi á svið í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í næstu viku. Söngkonan sem sjálf lifði af hryðjuverkaárás Hamas stígur nú á stóra sviðið í skugga stríðsreksturs Ísraelsríkis á Gasa. Hún var lítt þekkt sem tónlistarkona þangað til í fyrra en hún kveðst þakklát fyrir tækifærið og hyggst að vera landi sínu og þjóð til sóma. 8. maí 2025 07:33 Mest lesið Þroskaþjófur á skjánum: Krakkar jafnvel í vandræðum með að tala íslensku Áskorun Skorar á Unu Torfa í tilefni dagsins Lífið Leggur til meiriháttar átak til að lengja svefn Íslendinga Lífið Krakkatían: Fjöll, firnindi og tónlist Lífið Tjaldsungi klaktist út eftir tæpar tvær vikur á ofninum Lífið Eru með 28 husky hunda inn á heimilinu sínu Lífið Röddin með stóru Erri og greini lögð á hilluna Lífið Fréttatía vikunnar: Stöð 2, fótbolti og slys Lífið Munnvatnið skiptir öllu máli Lífið Kvikmyndin O í forvali til Óskarsverðlauna Lífið Fleiri fréttir Tjaldsungi klaktist út eftir tæpar tvær vikur á ofninum Skorar á Unu Torfa í tilefni dagsins Krakkatían: Fjöll, firnindi og tónlist Leggur til meiriháttar átak til að lengja svefn Íslendinga Kvikmyndin O í forvali til Óskarsverðlauna Eru með 28 husky hunda inn á heimilinu sínu Fréttatía vikunnar: Stöð 2, fótbolti og slys Munnvatnið skiptir öllu máli Kærleiksherferð til heiðurs Bryndísi Klöru og betra samfélagi Heitur Teitur selur Fróun í beinni útsendingu og uppruni FM-hnakkans Svona verður dagskráin á 17. júní í Reykjavík Rúm ungbarna eigi að vera ljót og leiðinleg Hundrað ára afmæli bílsins í uppnámi eftir brunann Króli og Birta eiga von á barni Glæsihöll Haraldar við Elliðavatn Röddin með stóru Erri og greini lögð á hilluna Sabrina Carpenter gagnrýnd fyrir að ýta undir hlutgervingu kvenna Bjössi í Mínus er ný rödd Sýnar Hreinar húðvörur sem þú vildir óska að þú hefðir kynnst fyrr Fær ýmist þumalinn eða löngutöng vegna einkanúmersins Gríman og glens í Borgarleikhúsinu Vinsælasta TikTok-stjarna heims handtekin og yfirgefur Bandaríkin Ævintýralega flóknar útskýringar á framtaksleysi og leti Pharoahe Monch með De La Soul á Lóu Skvísaðu þig upp fyrir íslenska sumarið Villi á Benzanum slapp með skrekkinn Átta ára meðgöngu loksins að ljúka Forsetabörnin loksins komin heim Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum keppninnar. Öryggisteymi hafi fljótlega fundið fólkið og í kjölfarið fylgt þeim út úr salnum. Á ljósmyndum af atvikinu má sjá fólk bera palestínska fánann á meðan tónlistarkonan Raphael flutti lagið New Day Will Rise. Sjálf lifði hún af hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Einnig mátti sjá ísraelska fánann í áhorfendaskaranum.Getty/Harold Cunningham Þátttöku Ísrael í Eurovision var einnig mótmælt þegar atriði keppninnar óku eftir túrkis dreglinum á mánudag. Ísraelski hópurinn sendi kvörtun til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eftir að ungur maður dró fingur eftir hálsi sér á meðan hann horfði í átt að vagni hópsins og hrækti í kjölfarið í áttina að honum. Talað fyrir því að Ísrael verði vísað úr keppni Þátttaka Ísraels í Eurovision hefur reynst umdeild síðustu ár vegna stríðsreksturs ísraelskra stjórnvalda á Gasa sem hefur leitt af sér gríðarmikið mannfall og eyðileggingu auk ásakana um stríðsglæpi. Dæmi eru um að önnur þátttökuríki hafi talað fyrir því að Ísrael verði meinuð þátttaka líkt og gerðist við Rússa eftir allsherjarinnrás þeirra inn í Úkraínu árið 2022. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, hefur sagt að henni þyki óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í keppninni og kallað eftir því að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). Írsku, spænsku og slóvensku almannamiðlarnir hafa einnig kallað eftir umræðu um þátttöku Ísraels í keppninni á vettvangi EBU vegna stríðsrekstursins á Gasa. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eurovision Ísrael Eurovision 2025 Tengdar fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Ríkisútvarpið fagnar því ef þátttaka Ísrael í Eurovision verður tekin til umræðu á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva að sögn útvarpsstjóra. Rúv hafi þegar upplýst EBU um afstöðu utanríkisráðherra Íslands til þátttöku Ísraels, en ekki er til skoðunar af hálfu Rúv að Ísland sniðgangi keppnina. 22. apríl 2025 19:02 Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Fjöldi fyrrverandi keppenda í Eurovision hefur fordæmt þátttöku Ísraela í keppninni og vill að þeim verði vikið úr henni. Ísrael er spáð mjög góðu gengi. 6. maí 2025 20:30 Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Fátt bendir til annars en að fulltrúi Ísraels stigi á svið í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í næstu viku. Söngkonan sem sjálf lifði af hryðjuverkaárás Hamas stígur nú á stóra sviðið í skugga stríðsreksturs Ísraelsríkis á Gasa. Hún var lítt þekkt sem tónlistarkona þangað til í fyrra en hún kveðst þakklát fyrir tækifærið og hyggst að vera landi sínu og þjóð til sóma. 8. maí 2025 07:33 Mest lesið Þroskaþjófur á skjánum: Krakkar jafnvel í vandræðum með að tala íslensku Áskorun Skorar á Unu Torfa í tilefni dagsins Lífið Leggur til meiriháttar átak til að lengja svefn Íslendinga Lífið Krakkatían: Fjöll, firnindi og tónlist Lífið Tjaldsungi klaktist út eftir tæpar tvær vikur á ofninum Lífið Eru með 28 husky hunda inn á heimilinu sínu Lífið Röddin með stóru Erri og greini lögð á hilluna Lífið Fréttatía vikunnar: Stöð 2, fótbolti og slys Lífið Munnvatnið skiptir öllu máli Lífið Kvikmyndin O í forvali til Óskarsverðlauna Lífið Fleiri fréttir Tjaldsungi klaktist út eftir tæpar tvær vikur á ofninum Skorar á Unu Torfa í tilefni dagsins Krakkatían: Fjöll, firnindi og tónlist Leggur til meiriháttar átak til að lengja svefn Íslendinga Kvikmyndin O í forvali til Óskarsverðlauna Eru með 28 husky hunda inn á heimilinu sínu Fréttatía vikunnar: Stöð 2, fótbolti og slys Munnvatnið skiptir öllu máli Kærleiksherferð til heiðurs Bryndísi Klöru og betra samfélagi Heitur Teitur selur Fróun í beinni útsendingu og uppruni FM-hnakkans Svona verður dagskráin á 17. júní í Reykjavík Rúm ungbarna eigi að vera ljót og leiðinleg Hundrað ára afmæli bílsins í uppnámi eftir brunann Króli og Birta eiga von á barni Glæsihöll Haraldar við Elliðavatn Röddin með stóru Erri og greini lögð á hilluna Sabrina Carpenter gagnrýnd fyrir að ýta undir hlutgervingu kvenna Bjössi í Mínus er ný rödd Sýnar Hreinar húðvörur sem þú vildir óska að þú hefðir kynnst fyrr Fær ýmist þumalinn eða löngutöng vegna einkanúmersins Gríman og glens í Borgarleikhúsinu Vinsælasta TikTok-stjarna heims handtekin og yfirgefur Bandaríkin Ævintýralega flóknar útskýringar á framtaksleysi og leti Pharoahe Monch með De La Soul á Lóu Skvísaðu þig upp fyrir íslenska sumarið Villi á Benzanum slapp með skrekkinn Átta ára meðgöngu loksins að ljúka Forsetabörnin loksins komin heim Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Sjá meira
Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Ríkisútvarpið fagnar því ef þátttaka Ísrael í Eurovision verður tekin til umræðu á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva að sögn útvarpsstjóra. Rúv hafi þegar upplýst EBU um afstöðu utanríkisráðherra Íslands til þátttöku Ísraels, en ekki er til skoðunar af hálfu Rúv að Ísland sniðgangi keppnina. 22. apríl 2025 19:02
Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Fjöldi fyrrverandi keppenda í Eurovision hefur fordæmt þátttöku Ísraela í keppninni og vill að þeim verði vikið úr henni. Ísrael er spáð mjög góðu gengi. 6. maí 2025 20:30
Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Fátt bendir til annars en að fulltrúi Ísraels stigi á svið í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í næstu viku. Söngkonan sem sjálf lifði af hryðjuverkaárás Hamas stígur nú á stóra sviðið í skugga stríðsreksturs Ísraelsríkis á Gasa. Hún var lítt þekkt sem tónlistarkona þangað til í fyrra en hún kveðst þakklát fyrir tækifærið og hyggst að vera landi sínu og þjóð til sóma. 8. maí 2025 07:33