Lífið

Þénaði yfir 40 milljarða á níu mánuðum

Söngvarinn Robbie Wiliams hefur heldur betur gert það gott á þessu ári. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs þénaði söngvarinn rúmlega 40 milljarða fyrir tónleikaferðalag sitt.

Á þessu ári hefur Robbie sungið á 44 tónleikum í 14 löndum fyrir 2,6 milljónir áhorfenda. Tónleikaferðalagið hefur þó haft sín áhrif á sálarlíf söngvarans sem varð háður þunglyndispillum og endaði í meðferð.

Frá því Robbie Williams gerði samning við útgáfufyrirtækið EMI hefur hann þénað rúmlega 80 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.