Lífið

Jack Diamond sækir Ísland heim

Útvarpsmaðurinn, annar frá hægri, ásamt starfsfólki þáttarins, og Ragnhildi Magnúsdóttur útvarpskonu á Bylgjunni.
Útvarpsmaðurinn, annar frá hægri, ásamt starfsfólki þáttarins, og Ragnhildi Magnúsdóttur útvarpskonu á Bylgjunni. MYND/mix1073fm.com
Útvarpsmaðurinn Jack Diamond og starfsfólk morgunþáttar hans ,,The Jack Diamond Show" heimsóttu Ísland á dögunum ásamt tuttugu heppnum hlustendum sínum sem höfðu unnið ferð til landsins í boði útvarpsstöðvarinnar MIX 107.3 og Icelandair.

Jack þessi Diamond er gríðarvinsæll útvarpsmaður vestanhafs. Þáttur hans hefur verið í loftinu í rúm sautján ár og dregur um tíu milljón manns að útvarpstækjunum daglega. Meðal nýlegra gesta Diamond er ekki ómerkara fólk en Duran Duran, James Blunt, Al Gore og Tyra Banks.

Hópurinn heimsóttu meðal annars Bylgjuna, og hittu útvarpskonuna Ragnhildi Magnúsdóttur. Hún segir Diamond hafa verið ofboðslega jarðbundinn og almennilegan. Það hafi ekki verið til í honum stjörnustælar þó hann sé mjög þekktur vestanhafs. Ragnhildur segir hópinn hafa verið mjög hrifinn af landi og þjóð og landið hafi verið mikið rætt í þættinum eftir heimkomna. Aðspurð hvort þetta væri ekki góð landkynning sagðist hún halda það, ,,Það eina sem þau kvörtuðu yfir var hvað bjórinn væri dýr" sagði Ragnhildur.

Öll viðtöl í þættinum eru tekin upp, og er hægt að horfa á þau á YouTube





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.