Lífið

46 ára nærfatafyrirsæta

Agent Provocateur nærfatafyrirtækið er nú ekki þekkt fyrir að fara hefðbundar leiðir í auglýsingum sínum. Þeir gerðu meðal annars sjónvarpsauglýsingu með Kylie Minogue sem var svo svæsin að hún var bönnuð í sjónvarpi, og notuðu Maggie Gyllenhal sem andlit sitt þegar hún var nýbúin að eiga barn.
Nýjasta andlit fyrirtækisins er svo Catherine Bailey, 46 ára þriggja barna móðir.

,,Viðskiptavinir okkar eru á aldrinum 16 - 81 árs. Síðast notuðum við Maggie Gyllenhal, sem var þá nýbúin að eiga barn. Núna langaði mig að nota konu yfir fertugu" sagði Serena Rees, stofnandi fyrirtækisins í viðtali við Sunday Times.

Bailey var fyrirsæta á yngri árum, og sneri aftur í þann bransa 41 árs. Þrátt fyrir að þurfa tæpast að skammast sín fyrir útlitið segist hún, líkt og margar konur, vera óörugg um ýmislegt. ,,Áhyggjurnar breytast eftir því sem maður eldist. Þegar maður er fimmtán hefur maður áhyggjur af bólum og um tvítugt eru það feit læri. Núna eru það hrukkur. Ég elska myndvinnslu" sagði Bailey.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.