Lífið

Eiginmaður Amy Winehouse úrskurðaður í gæsluvarðhald

Söngkonan Amy Winehouse.
Söngkonan Amy Winehouse. MYND/AFP

Dómstóll í London dæmdi í morgun Blake Fielder-Civil, eiginmann Amy Winehouse, til að sæta gæsluvarðhaldi fyrir að reyna hindra framgang réttvísinnar. Blake var handtekinn eftir að lögreglan réðst inn á heimili þeirra í London í gær.

Amy Winehouse mætti í dómsalinn ásamt föður sínum til að heyra dómarann kveða upp dóminn. Auk Blake voru fjórir menn til viðbótar teknir grunaðir um að hafa hindrað framgang réttvísinnar. Handtökurnar voru framkvæmdar í tengslum við dómsmál sem Blake er flæktur í en hann er sakaður um að hafa lamið barþjón. Tveimur var sleppt í morgun en hinir fá að dúsa í gæsluvarðhaldi til 23. nóvember næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.