Lífið

Vestur-Afrísk hljómsveit birtist óvænt á tónskáldakvöldi

Hljómsveitarmeðlimir fata sig upp fyrir óblítt íslenskt veðurfar.
Hljómsveitarmeðlimir fata sig upp fyrir óblítt íslenskt veðurfar. MYND/Anton Brink
Söngvaskáldakvöldi á Domo í fyrradag barst óvæntur liðsauki þegar fjórtán manna hljómsveit frá Gíneu-Bíssá tróð óvænt upp á staðnum.

Hljómsveitin fór beint af vellinum á Dómo þar sem fyrir voru 30-40 manns á söngskáldakvöldi. Sveitarmeðlimir gerðu sér lítið fyrir og tóku þrjú lög við góðar undirtektir. ,,Þeir voru bara alveg frábærir. Þetta var mjög óvænt. Ég hef bara ekki séð svona góða stemningu á þessum kvöldum." segir Máni Eskur, veitingastjóri á Domo.

Super mama Djombo eru hingað komnir til að taka upp plötu í stúdíói Sigurrósar í Mosfellsbæ. Hljómsveitin var mjög fræg á áttunda áratugnum og er enn ein þekktasta hljómsveit Vestur-Afríku. Bandið er hálfgerðir Stuðmenn þeirra Bissáa. Ferð þeirra til Íslands vakið mikla athygli og er þessa dagana er hún eitt aðal umræðuefnið hjá þessari einnar og hálfrar milljón manna þjóð.

Hljómsveitin kemur saman aftur að frumkvæði Vináttufélags Gíneu-Bissá á Íslandi, sem kostar ferðina og gerð plötunnar.

Hljómsveitarmeðlimir komu til landsins í fyrradag, margir eftir þriggja eða fjögurra sólarhringa ferðalag. Fjórir hljómsveitarmeðlima eru fluttir frá Gíneu Bissá, en tíu þeirra búa þar enn, og eru sumir þeirra að fara til útlanda í fyrsta sinn. Super Mama Djombo liðar munu dvelja á Íslandi í mánuð. Þeir munu fyrst og fremst einbeita sér að plötunni, en einnig fara í heimsóknir í skóla og kynna Gíneu Bissá fyrir landsmönnum. Þeir munu líklega spila hér á styrktartónleikum, en ekki liggur fyrir hvenær þeir verða.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.