Lífið

Vince Vaughn á ekki farsíma

Kannski að Owen Wilson hafi bara verið orðinn svona þreyttur á að lána Vaughn farsímann sinn.
Kannski að Owen Wilson hafi bara verið orðinn svona þreyttur á að lána Vaughn farsímann sinn.
Vince Vaughn viðurkenndi á MTV sjónvarpsstöðinni í gær að hann notaði ekki farsíma. ,,Ég á ekki farsíma vegna þess að gamla aðferðin hefur alltaf virkað fyrir mig." sagði hann við kynninn, Damien Farley. ,,Ef þú hringir í mig, þá hringi ég til baka, eins og herramaður"

Reyndar virkar símaleysið víst ekki alltaf jafn vel. ,,Ég er samt svolítið hrifinn af farsímum ef ég þarf að hringja í einhvern, en mér finnst ekki gaman að láta hringja í mig." sagði Vaughn. Hann sagði líka að hann væri sennilega óþolandi því hann væri alltaf að fá að hringja hjá vinum sínum. ,,Vinur sem þarf hjálp er alltaf pest... Ég er frekar óþolandi að því leiti"





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.