Lífið

Bragðgóðir vinir

Gómsæt geit.
Gómsæt geit. MYND/Baldur Hrafnkell

Í fréttaskýringaþættinum Kompási í gær var fjallað um geitarækt á Íslandi. Þar var rætt við Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur geitabónda á Háafelli í Borgarfirði. Hún segir að geitaræktunin sé líkari því að vera með hunda en kindur. Eigi maður hundrað og þrjátíu geitur eigi maður líka hundrað og þrjátíu vini.

En vinirnir eru til fleiri hluta nytsamlegir en að kjassa þá. Þeir þykja líka nokkuð bragðgóðir. Ætli maður sér að nytja geitamjólkina fellur til mikið af karlkyns kiðlingum, sem þarf að farga. Jóhanna geitabóndi segist núorðið vart anna eftirspurn eftir geitakjöti.

Að sögn vefsíðunnar goat-meat.co.uk er geitakjöt um áttatíu prósent alls kjöts sem neytt er í heiminum. Því svipar til blöndu af kinda og nautakjöti á bragðið og er gríðarvinsælt í Mið-Austurlöndum, Suður-Asíu, Afríku og Mið- og Suður-Ameríku. Í raun er flest það kjöt sem selt er í Asíu sem Mutton, eða kindakjöt, af geitum.

Kjötið inniheldur lítið kólesteról, mikið járn og er fituminna en kjúklingakjöt.

Margar tegundir geita eru ræktaðar í heiminum. Ein sú sérstakasta hlýtur að vera ,,Fainting goat" eða yfirliðsgeitin, sem er fyrst og fremst ræktuð fyrir kjötið. Hún hefur þann einkennilega eiginleika að sé henni brugðið eða verði hún mjög spennt þá stífna vöðvar hennar í nokkrar sekúndur. Þessu veldur arfgengur genagalli sem heitir myotonia congenita. Þetta mun vera sársaukalaust en veldur því hjá yngri geitum að þær stífna upp og detta á hliðina. Eldri geitur með meiri reynslu reyna gjarnan að standa gleiðar eða halla sér upp að einhverju telji þær að vöðvarnir séu að bregðast sér.

Vilji menn spreyta sig á að elda geitakjöt má til dæmis finna fjölda uppskrifta hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.