Sungið fyrir mótatimbri 22. ágúst 2006 14:45 Halla margrét árnadóttir óperusöngkona og Antonía Hevesi píanóleikari Koma fram á styrktartónleikum Bergmáls í Hafnarborg. Helsta markmið sjálfboðaliðasamtakanna Bergmáls er að hlúa að krabbameinssjúkum og öðru langveiku fólki en samtökin hafa um áraraðir boðið fólki til orlofsdvalar að Sólheimum í Grímsnesi. Á morgun verða haldnir styrktartónleikar í Hafnarborg þar sem safnað verður fyrir málefnið og byggingu nýs orlofshúss. Sigurjón Aðalsteinsson, einn af aðstandendum Bergmáls, útskýrir að félagsskapurinn hafi ekki farið hátt en samtökin hafa vaxið og dafnað vel á þessum tíu árum. Bergmál er vina- og líknarfélag og tekur nú liðlega fimmtíu meðlimi. "Félagið varð til í tengslum við samnefndan sönghóp en það var stofnað til að heiðra minningu eins félaga hópsins sem dó úr krabbameini. Inn í félagsskapinn kom síðar fólk með gott hjartalag sem kann ekkert endilega mikið að syngja," útskýrir Sigurjón og áréttar að söngurinn sé samt ávallt til staðar. Meðan á orlofsdvölinni stendur eru haldnar kvöldvökur hvert kvöld þar sem mikið er sungið en þangað koma oft listamenn í heimsókn. Einnig er boðið upp á ýmiskonar afþreyingu og heilsurækt. "Eftirspurnin eykst sífellt en til okkar kemur oft fólk sem er félagslega illa statt og oft utangátta í kerfinu," segir Sigurjón og bætir við að vitaskuld séu allir velkomnir.Eitthvað fyrir allaÁ tónleikunum annað kvöld syngur óperudívan Halla Margrét Árnadóttir en hún er hér stödd í stuttri sumarheimsókn frá óperulandinu Ítalíu þar sem hún starfar alla jafna. "Ætli það megi ekki segja að ég sé í nokkurs konar orlofsferð á Íslandi," segir Halla Margrét og áréttar mikilvægi þess fyrir alla að skipta um umhverfi. Halla Margrét ætlar að grípa tækifærið og syngja sín uppáhaldslög á tónleikunum en hún hefur lítið komið fram hérlendis á undanförnum árum sökum anna á meginlandinu. "Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem mér gefst færi á að syngja það sem ég hef verið að flytja úti," segir hún og lofar að allir muni fá eitthvað við sitt hæfi. "Ég kem víða við, alveg frá dramatískustu aríum til söngleikjaperla frá Napólí og svo auðvitað uppáhalds íslensku lögin mín eftir Kaldalóns," segir hún sposk. Um næstu helgi mun Halla Margrét síðan syngja fyrir kvöldvökugesti á Sólheimum. Gott liðsinniMeðleikari á tónleikunum verður píanóleikarinn Antonía Hevesi og sérlegur kynnir verður séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. "Það er nefnilega lítið gaman að hlusta á þessar þungu ítölsku aríur þegar maður veit ekkert um hvað er verið að syngja," segir Halla Margrét. "Ég er kannski að geifla mig eitthvað rosalega – er að syngja um að drepa mann og annan og enginn veit neitt um það. Svo kemur fólkið út af tónleikunum og hristir hausinn og veit ekkert hvað var að gerast." Þá er gott að hafa ljúfa leiðsögn gegnum dramatíkina og Halla Margrét segist ekki hafa getað fundið betri mann í það en séra Hjálmar. "Síðan hefur hún Snæbjörg Snæbjarnardóttir verið mér innan handar með íslensku lögin," bætir hún við. Tónleikarnir fara fram í Hafnarborg kl. 20 annað kvöld og er miðasalan hafin þar og í sérlegum miðasölusíma 825 7957. Sigurjón útskýrir að framkvæmdir við byggingu hússins, sem rísa mun á Sólheimum, muni hefjast í haust en um er að ræða heilsárshús sem líknarfélög geta leigt á kostnaðarverði fyrir skjólstæðinga sína. "Það verður sumsé sungið fyrir mótatimbrinu," segir hann og kímir. - khh Menning Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Helsta markmið sjálfboðaliðasamtakanna Bergmáls er að hlúa að krabbameinssjúkum og öðru langveiku fólki en samtökin hafa um áraraðir boðið fólki til orlofsdvalar að Sólheimum í Grímsnesi. Á morgun verða haldnir styrktartónleikar í Hafnarborg þar sem safnað verður fyrir málefnið og byggingu nýs orlofshúss. Sigurjón Aðalsteinsson, einn af aðstandendum Bergmáls, útskýrir að félagsskapurinn hafi ekki farið hátt en samtökin hafa vaxið og dafnað vel á þessum tíu árum. Bergmál er vina- og líknarfélag og tekur nú liðlega fimmtíu meðlimi. "Félagið varð til í tengslum við samnefndan sönghóp en það var stofnað til að heiðra minningu eins félaga hópsins sem dó úr krabbameini. Inn í félagsskapinn kom síðar fólk með gott hjartalag sem kann ekkert endilega mikið að syngja," útskýrir Sigurjón og áréttar að söngurinn sé samt ávallt til staðar. Meðan á orlofsdvölinni stendur eru haldnar kvöldvökur hvert kvöld þar sem mikið er sungið en þangað koma oft listamenn í heimsókn. Einnig er boðið upp á ýmiskonar afþreyingu og heilsurækt. "Eftirspurnin eykst sífellt en til okkar kemur oft fólk sem er félagslega illa statt og oft utangátta í kerfinu," segir Sigurjón og bætir við að vitaskuld séu allir velkomnir.Eitthvað fyrir allaÁ tónleikunum annað kvöld syngur óperudívan Halla Margrét Árnadóttir en hún er hér stödd í stuttri sumarheimsókn frá óperulandinu Ítalíu þar sem hún starfar alla jafna. "Ætli það megi ekki segja að ég sé í nokkurs konar orlofsferð á Íslandi," segir Halla Margrét og áréttar mikilvægi þess fyrir alla að skipta um umhverfi. Halla Margrét ætlar að grípa tækifærið og syngja sín uppáhaldslög á tónleikunum en hún hefur lítið komið fram hérlendis á undanförnum árum sökum anna á meginlandinu. "Þetta er eiginlega í fyrsta skipti sem mér gefst færi á að syngja það sem ég hef verið að flytja úti," segir hún og lofar að allir muni fá eitthvað við sitt hæfi. "Ég kem víða við, alveg frá dramatískustu aríum til söngleikjaperla frá Napólí og svo auðvitað uppáhalds íslensku lögin mín eftir Kaldalóns," segir hún sposk. Um næstu helgi mun Halla Margrét síðan syngja fyrir kvöldvökugesti á Sólheimum. Gott liðsinniMeðleikari á tónleikunum verður píanóleikarinn Antonía Hevesi og sérlegur kynnir verður séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur. "Það er nefnilega lítið gaman að hlusta á þessar þungu ítölsku aríur þegar maður veit ekkert um hvað er verið að syngja," segir Halla Margrét. "Ég er kannski að geifla mig eitthvað rosalega – er að syngja um að drepa mann og annan og enginn veit neitt um það. Svo kemur fólkið út af tónleikunum og hristir hausinn og veit ekkert hvað var að gerast." Þá er gott að hafa ljúfa leiðsögn gegnum dramatíkina og Halla Margrét segist ekki hafa getað fundið betri mann í það en séra Hjálmar. "Síðan hefur hún Snæbjörg Snæbjarnardóttir verið mér innan handar með íslensku lögin," bætir hún við. Tónleikarnir fara fram í Hafnarborg kl. 20 annað kvöld og er miðasalan hafin þar og í sérlegum miðasölusíma 825 7957. Sigurjón útskýrir að framkvæmdir við byggingu hússins, sem rísa mun á Sólheimum, muni hefjast í haust en um er að ræða heilsárshús sem líknarfélög geta leigt á kostnaðarverði fyrir skjólstæðinga sína. "Það verður sumsé sungið fyrir mótatimbrinu," segir hann og kímir. - khh
Menning Mest lesið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“