Lífið

Sellóið í Sigurjónssafni

Margrét Árnadóttir sellóleikari
Margrét Árnadóttir sellóleikari

Margrét Árnadóttir sellóleikari leikur á Sumartónleikaröð Listasafns Sigurjóns í kvöld og flytur tvær svítur eftir Bach. Margrét lauk mastersprófi í sellóleik frá Juilliard tónlistarskólanum fyrr í vor og dvelst hér heima í stuttri sumarheimsókn. "Ég held mikið upp á Bach svíturnar, þær eru sex og ég er yfirleitt með eina þeirra í gangi. Ég leik tvær á tónleikunum – svítu númer tvö í d-moll og númer sex í d-dúr, þær eru gjörólíkar en báðar mjög fallegar," útskýrir Margrét. Hún verður ein á sviðinu í kvöld, "og sellóið fær að njóta sín".

Margrét er búsett í New York og hyggst dvelja þar næsta árið. "Ég spila með ýmsum kammerhópum þar og verð með nokkra tónleika í New York og líka í Kaliforníu." Í vetur snýr hún síðan aftur og leikur á Tíbrártónleikaröðinni í Salnum í Kópavogi.

Tónleikarnir í Laugarnesi hefjast að vanda kl. 20.30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.