Lífið

Ísþrykk í Turpentine

Myndlist Alistairs Macintyre Náttúruöflin og eðilsfræðin mætast á pappír.
Myndlist Alistairs Macintyre Náttúruöflin og eðilsfræðin mætast á pappír.

Breski myndlistarmaðurinn Alistair Macintyre sýnir í galleríi Turpentine í Ingólfsstræti en sýningin "Vanishing point" var opnuð á Menningarnótt. Í fréttatilkynningu um sýninguna er þess getið að verk hans vísi sterklega til landakorta þar sem landfræðileg tákn verði að persónulegri túlkun listamannsins á árþúsunda tilvist mannsins á jörðinni.

 Verk sín vinnur Macintyre með nokkurs konar ísþrykki en hann setur ísblokkir á pappírsörkum og lætur þær bráðna. Í ísnum kemur hann fyrir járnformum sem síðar ryðga og gefa frá sér lit og áferð á pappírinn.

Fyrri verk hans hafa stuðst við tákn kortagerðar og landmælinga en Macintyre hefur meðal annars sýnt þau á Kjarvalsstöðum og í Gerðarsafni.

Sýningin er opin þriðudaga til föstudaga milli 12-18 og á laugardögum milli 11-16 til 5. september.-khh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.