Lífið

Blómlegt í Hveragerði

baggalútur leikur hawaii-skotið Kántrí Mögulega íklæddir blómlegum skyrtum.
baggalútur leikur hawaii-skotið Kántrí Mögulega íklæddir blómlegum skyrtum.

Næstkomandi fimmtudag hefjast Blómstrandi dagar í Hveragerði en í þeim blómlega bæ verður lífleg dagskrá alla helgina. Á fimmtudagskvöld heldur Hulda Jónsdóttir fiðluleikari tónleika í Hveragerðiskirkju ásamt Kristni Erni Kristinssyni en í Leikfélagshúsinu leikur hljómsveitin Andrúm og Jazzband Suðurlands hjá Café Kidda Rót.

Annálað sundlaugarpartí verður haldið á föstudaginn og á eftir því heljarinnar barna- og fjölskylduball með hljómsveitinni Uppþot. Á Hótel Örk skemmta Baggalútar og Feðgarnir leika á Snúllabar.

Á laugardag verður opið hús, markaðstorg og útitónleikar með margvíslegum uppákomum fyrir menningarvita á öllum aldri auk þess sem Björn Pálsson leiðir göngu um skáldagötur bæjarins og spákonan Sigurveig Buch rýnir í framtíðina og um kvöldið leikur stórsveitin Brimkló fyrir dansi á Hótel Örk, efnt verður til brennu, brekkusöngs og flugeldasýningar til að kóróna kvöldið.

Hátíðinni lýkur síðan á sunnudaginn en þá sýna fremstu snjóbrettamenn landsins kúnstir sínar við sundlaugina, eldri borgarar verða með opið hús í Þorlákssetri og bókamarkaður verður opinn á Bókasafninu auk þess sem Lovísa Aðalsteinsdóttir sýnir þar sjöl úr þæfðri ull og silki.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.blomstrandidagar.is.- khh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.