Lífið

Giuliani til landsins

Á frumsýningu World Trade Center Rudolph Giuliani mætir hér á frumsýningu á kvikmyndinni World Trade Center ásamt kærustu sinni Judith Nathan, en myndin fjallar einmitt um árásirnar á Tvíburaturnana sem voru gerðar á meðan Giuliani var borgarstjóri.
Á frumsýningu World Trade Center Rudolph Giuliani mætir hér á frumsýningu á kvikmyndinni World Trade Center ásamt kærustu sinni Judith Nathan, en myndin fjallar einmitt um árásirnar á Tvíburaturnana sem voru gerðar á meðan Giuliani var borgarstjóri. MYND/Getty

Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, er væntanlegur til landsins á vegum Símans vegna hundrað ára afmælis fyrirtækisins sem verður 29. september. Giuliani mun flytja fyrirlestur á ráðstefnu sem Síminn stendur fyrir á afmælisdaginn og nefnist Leiðtogar til framtíðar.

Giuliani er einhver fremsti leiðtogi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum en hann vakti heimsathygli fyrir frammistöðu sína í borgastjórastólnum þegar árásirnar á Tvíburaturnanna í New York árið 2001 voru gerðar.

Að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, er alltaf erfitt að fá jafn valdamikla menn hingað til lands og hefur koma hans hingað til lands útheimt mikla vinnu. Miklar öryggisráðstafanir verða væntanlega gerðar á meðan á dvöl Guilianis stendur og vildi Eva ekki upplýsa neitt um ferðir hans um landið eða hversu lengi borgarstjórinn fyrrverandi myndi vera hér.

Auk Guilianis kemur hingað Marian Salzman, aðstoðarframkvæmdastjóri og markaðstjóri JWT, einnar virtustu og elstu auglýsingastofu heimsins en hún mun flytja erindi á sömu ráðstefnu. Þrátt fyrir að nafn Salzman sé kannski minna þekkt er hún engu að síður ábyrg fyrir mörgum af helstu tískubylgjum síðari ára og á meðal annars heiðurinn af hinu velþekkta tískuorði "Metro-Man" sem tröllriðið hefur allri karlmannatísku.

Síminn býður til mikillar veislu vegna afmælisins og verður meðal annars haldið veglegt afmælishóf í Laugardalshöll á afmælisdaginn. Þá mun einnig verða gefin út bók um sögu Símans sem rituð er af þeim Helgu Guðrúnu Johnsen og Sigurveigu Jónsdóttur en þær hafa einnig yfirumsjón með gerð heimildarmyndar um Símann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.