Lífið

Verkar og hnykkir skrokka

Helen Swartling Leiludóttir Sundvörðurinn lætur víða til sín taka í atvinnulífinu á Blönduósi. Hún byrjaði að verka kindaskrokka en innan skamms mun hún hnykkja skrokka tvífættra Húnvetninga
Helen Swartling Leiludóttir Sundvörðurinn lætur víða til sín taka í atvinnulífinu á Blönduósi. Hún byrjaði að verka kindaskrokka en innan skamms mun hún hnykkja skrokka tvífættra Húnvetninga MYND/Jón

Útlendingar sem hér búa og starfa eru síður en svo einsleitur hópur fólks sem komið er sunnan frá til að flýja bágt ástand í sínu heimalandi. Helan Swartling Leiludóttir, sundlaugarvörður á Blönduósi, er reyndar komin frá norðlægari slóðum en flestir Íslendingar og bakgrunnur hennar er nokkuð sérstæður.

"Ég kem frá Jokkmokk í Svíþjóð sem er norðan heimskautsbaugs," segir Helen meðan hún afgreiðir sundlaugargesti. "Ég er matvælafræðingur og mitt sérsvið var hreindýraafurðir en minn fyrrverandi var einmitt hreindýrabóndi. Svo kom ég hingað til að vinna við sláturhúsið á Blönduósi árið 2003 því mig langaði að kynnast því hvernig þeir verkuðu kindakjötið. Ég hef einnig lært kíropraktík eða hnykkingar en hef hingað til ekki talið mig nógu færa í íslensku til að stunda þetta hér á landi. Það er mikilvægt fyrir þann sem er með fólk í slíkri meðferð að geta náð góðu sambandi við skjólstæðinginn og því er afar mikilvægt að tala og skilja málið vel. Ég er að gæla við það að hefjast handa með þetta í haust."

Ekki er nóg með að Húnvetningar fái þarna metnaðarfullan hnykkjara því hún er einnig textílhönnuður góður og hefur verið fólki innan handar við Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.