Lífið

Frumkvöðull til Íslands

Dansleikhúslistakonan Pina Bausch
Kemur til Íslands í september.
Dansleikhúslistakonan Pina Bausch Kemur til Íslands í september.

Dansleikhúsdrottningin Pina Bausch er væntanleg hingað til lands um miðjan næsta mánuð ásamt 50 manna danshópi sínum, Pina Bausch Tanztheater Wuppertal.

Hópurinn mun sýna dansverkið Aqua fjórum sinnum í Borgarleikhúsinu, fyrsta sýningin verður 17. september og er miðasalan hafin. Sýningin var frumsýnd árið 2001 en hefur síðan verið sýnd víða við fádæma góðar undirtektir.

Pina Bausch er einn áhrifamesti sviðslistamaður samtímans og brautryðjandi á sviði dansleikhúss í heiminum og er því mikill fengur fyrir íslenskt leikhúsfólk og dansáhugamenn að komu hennar hingað. -khh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.