Lífið

Salsakvöld á Kúbudögum

Kúba Kúbudagar standa nú yfir á Barnum, Laugavegi 22.
Kúba Kúbudagar standa nú yfir á Barnum, Laugavegi 22.

Kúbudagar standa nú yfir á Barnum, Laugavegi 22. Annað kvöld verður haldin salsakennsla þar sem Heiðar Ástvaldsson, ásamt félögum í dansskóla hans, kemur og stígur nokkur spor. Hefjast herlegheitin klukkan 21 og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Kúbudagarnir hófust með opnun málverkasýningar Milu Pelaez um síðustu helgi. Ásamt myndunum gefst gestum Barsins kostur á að smakka létta kúbverska rétti. Næstu daga verða svo fluttir fyrirlestrar um Kúbu, pólitískt ástand, fólkið, landið og fleira.

Aðgangur er ókeypis á alla viðburði Kúbudaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.