Lífið

Chaplin í meðferð

Tom Chaplin Chaplin er farinn í meðferð vegna áfengis- og fíkniefnanotkunar sinnar.
Tom Chaplin Chaplin er farinn í meðferð vegna áfengis- og fíkniefnanotkunar sinnar. MYND/Valli

Tom Chaplin, söngvari hljómsveitarinnar Keane, hefur leitað sér hjálpar vegna áfengis- og fíkniefnanotkunar sinnar.

Í yfirlýsingu sem hljómsveitin sendi frá sér segist hinn 27 ára Chaplin hafa ákveðið að fá aðstoð sérfræðinga til að koma sér á beinu brautina á nýjan leik. Fyrr í þessum mánuði frestaði Keane þrennum tónleikum og var skýringin sú að Chaplin þjáðist af ofþreytu. Sveitin hefur nú frestað fyrirhugaðri tónleikaferð sinni um Norður-Ameríku sem átti að hefjast í næsta mánuði.

"Mér finnst mjög leiðinlegt að valda aðdáendum okkar vonbrigðum en ég vil láta mér batna svo að ég geti haldið áfram tónleikaferðinni út þetta ár," sagði Chaplin.

Keane vann tvenn Brit-tónlistarverðlaun á síðasta ári fyrir bestu bresku plötuna, Hopes and Fears, og fyrir bestu nýju hljómsveitina. Önnur plata Keane, Under the Iron Sea, fór á topp breska vinsældalistans í júní síðastliðnum. Keane spilaði á Iceland Airwaves-hátíðinni í Reykjavík fyrir tveimur árum við góðar undir­­tektir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.