Lífið

Baggalútur í Hveragerði

Hljómsveitin Baggalútur spilar í Hveragerði á föstudag.
Hljómsveitin Baggalútur spilar í Hveragerði á föstudag. MYND/Guðmundur Freyr Vigfússon
Köntrísveit Baggalúts heldur tónleika á Hótel Örk í Hveragerði á föstudag í tilefni Blómstrandi daga.

Á efnisskrá verða valin tónverk af plötunni Pabbi þarf að vinna auk verka af glænýrri plötu sveitarinnar, sem ber heitið Aparnir í Eden. Þess ber þó að geta, til að valda ekki misskilningi, að í Eden hafa aldrei verið apar, þeir voru annars staðar. Í Eden var hinsvegar talandi krákan Margrét til margra ára.

Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og  kostar miðinn 1.500 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.