Lífið

Leoncie með aðstoðarkonu á Englandi

Leoncie Söng lag Tom Jones, It's Not Unusual, með sínu nefi.
Leoncie Söng lag Tom Jones, It's Not Unusual, með sínu nefi.

Popp-prinsessan Leoncie býr á Englandi um þessar mundir þar sem hún reynir að koma tónlist sinni á framfæri. Leoncie reyndi fyrir skömmu að komast að í raunveruleikaþáttunum X - Factor þar sem þau Sharon Osbourne, Paul Welsh og Simon Cowell ráða ríkjum en sérstakur gestadómari í þessum þætti var hin geðþekka Paula Abdul sem hefur verið aðaldómari í American Idol þáttunum.

Þættirnir njóta mikilla vinsælda í Bretlandi og hafa sigurvegararnir náð góðum árangri eftir að hafa komið fram í þáttunum. Leoncie söng Tom Jones-slagarann, It's Not Unusual, fyrir dómefndina við miklar unditektir hennar þar sem Paula Abdul sprakk meðal annars úr hlátri þegar flutningnum lauk.

Þegar Fréttablaðið reyndi að ná tali af Leon­cie reyndist það þrautinni þyngri því söngkonan hefur ráðið til sín aðstoðarkonu, Michelle, sem svarar öllum spurningum handa Leoncie. "Leoncie bað mig um að svara tölvupóstinum frá þér en hún er ekki við sem stendur. Sendu mér spurningarnar og ég mun láta Leoncie hringja í þig," skrifaði aðstoðarkona Leoncie sem greinilega hefur í nógu að snúast fyrir poppdívuna á Englandi. Þá kom fram í svari Michelle að Leoncie hefði fengið fjölda tilboða í kjölfar sjónvarpsþáttarins og væri ákaflega upptekin manneskja um þessar mundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.