Lögin fara í óvæntar áttir 22. ágúst 2006 13:00 Þóra Björk Þórðardóttir söngkona og gítarleikari Hljómsveit Þóru Bjarkar spilar á Kaffi Rósenberg annað kvöld. Hún segir að tónleikagestir megi eiga von á lögum sem fari í óvæntar áttir, enda finnist henni gaman að slíkum lögum og hugsar ekki of mikið um hvað öðrum finnst. MYND/GVA Hljómsveit Þóru Bjarkar treður upp á Kaffi Rósenberg annað kvöld og setur þannig tóninn fyrir Þóru Björk Þórðardóttur sem kastar um þessar mundir sjoppuhamnum og sest á skólabekk, enn á ný. Þetta eru lög sem ég er búin að vera að semja undanfarið ár, segir Þóra Björk Þórðardóttir aðspurð um á hverju tónleikagestir mega eiga von annað kvöld. Þar á meðal er sigurlag í lagasamkeppni sem Tónlistarskóli FÍH hélt í vor í tilefni 25 ára afmælis skólans. Ég vann þessa samkeppni, og fékk einhverja stúdíótíma og inneign í Hljóðfærahúsinu í vinning, sem var rosaleg hvatning, bætir hún við. Tónlistin er góð blanda af poppi og rokki, þar sem standardar, þjóðlög og eldri perlur heyrast innan um lög Þóru. Ég hef gaman af því að láta lög fara í óvæntar áttir svo þetta eru lög sem mér finnst gaman að hlusta á. Maður vill náttúrulega bara gera þetta því manni finnst gaman að þessu og má ekki hugsa allt of mikið um hvort aðrir séu að fíla það eða ekki. Í hljómsveitinni syngur Þóra Björk og spilar á gítar en hún á það líka til að grípa í fleiri hljóðfæri. Ég er búin að læra á klassískan gítar frá því ég var lítil og reyni að halda þessu dálítið aðskildu. Þegar maður var unglingur var maður að reyna að semja lög, en þegar maður er í þessu klassíska fær maður kannski ekki mikla hvatningu til að vera að semja eitthvað popp og rokk. Þóra Björk viðurkennir að hún sé alltaf svolítið veik fyrir bassanum líka. Þegar ég var lítil var ég að spila aðeins með big bandi í Tónmenntaskólanum og var þá að læra á bassa, það var ógeðslega gaman. Þóra Björk er enn í námi en stefnir að því að klára burtfararpróf í söng frá Tónlistarskóla FÍH næsta vor, en auk söngsins er hún að læra á gítar í skólanum og að prófa sig áfram með snarstefjun og fleira. Eftir útskriftina langar mig auðvitað að komast út og er þá spennt fyrir flottum skólum sem maður þarf að rembast svolítið við að komast inn í. Skólinn fer nú að byrja aftur og hlakkar Þóra Björk til takast á við nýjan vetur. Þá fer maður úr sjoppuhamnum og í skólann. Svo kenni ég á gítar í Gítarskólanum svo veturinn verður kennsla og skóli í bland. Í hljómsveitinni eru auk Þóru Bjarkar, Ragnar Örn Emilsson og Birkir Rafn Gíslason á gítar, Birgir Bragason kontrabassaleikari og Magnús Tryggvason Eliasen sem leikur á trommur. Hljómsveitin hefur spilað saman í rúmt ár. Reyndar var annar gítarleikari í sveitinni, Páll Harðarson, en hann þurfti að hætta. Ég hef svo spilað með Ragnari gítarleikara og Birgi bassaleikara alveg síðan 2001 þegar ég byrjaði í skólanum, segir Þóra Björk, svo að samspil hljómsveitarmeðlima á sér sterkar rætur. Tónleikarnir annað kvöld á Kaffi Rósenberg hefjast klukkan tíu og er aðgangseyririnn fimm hundruð krónur. Menning Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira
Hljómsveit Þóru Bjarkar treður upp á Kaffi Rósenberg annað kvöld og setur þannig tóninn fyrir Þóru Björk Þórðardóttur sem kastar um þessar mundir sjoppuhamnum og sest á skólabekk, enn á ný. Þetta eru lög sem ég er búin að vera að semja undanfarið ár, segir Þóra Björk Þórðardóttir aðspurð um á hverju tónleikagestir mega eiga von annað kvöld. Þar á meðal er sigurlag í lagasamkeppni sem Tónlistarskóli FÍH hélt í vor í tilefni 25 ára afmælis skólans. Ég vann þessa samkeppni, og fékk einhverja stúdíótíma og inneign í Hljóðfærahúsinu í vinning, sem var rosaleg hvatning, bætir hún við. Tónlistin er góð blanda af poppi og rokki, þar sem standardar, þjóðlög og eldri perlur heyrast innan um lög Þóru. Ég hef gaman af því að láta lög fara í óvæntar áttir svo þetta eru lög sem mér finnst gaman að hlusta á. Maður vill náttúrulega bara gera þetta því manni finnst gaman að þessu og má ekki hugsa allt of mikið um hvort aðrir séu að fíla það eða ekki. Í hljómsveitinni syngur Þóra Björk og spilar á gítar en hún á það líka til að grípa í fleiri hljóðfæri. Ég er búin að læra á klassískan gítar frá því ég var lítil og reyni að halda þessu dálítið aðskildu. Þegar maður var unglingur var maður að reyna að semja lög, en þegar maður er í þessu klassíska fær maður kannski ekki mikla hvatningu til að vera að semja eitthvað popp og rokk. Þóra Björk viðurkennir að hún sé alltaf svolítið veik fyrir bassanum líka. Þegar ég var lítil var ég að spila aðeins með big bandi í Tónmenntaskólanum og var þá að læra á bassa, það var ógeðslega gaman. Þóra Björk er enn í námi en stefnir að því að klára burtfararpróf í söng frá Tónlistarskóla FÍH næsta vor, en auk söngsins er hún að læra á gítar í skólanum og að prófa sig áfram með snarstefjun og fleira. Eftir útskriftina langar mig auðvitað að komast út og er þá spennt fyrir flottum skólum sem maður þarf að rembast svolítið við að komast inn í. Skólinn fer nú að byrja aftur og hlakkar Þóra Björk til takast á við nýjan vetur. Þá fer maður úr sjoppuhamnum og í skólann. Svo kenni ég á gítar í Gítarskólanum svo veturinn verður kennsla og skóli í bland. Í hljómsveitinni eru auk Þóru Bjarkar, Ragnar Örn Emilsson og Birkir Rafn Gíslason á gítar, Birgir Bragason kontrabassaleikari og Magnús Tryggvason Eliasen sem leikur á trommur. Hljómsveitin hefur spilað saman í rúmt ár. Reyndar var annar gítarleikari í sveitinni, Páll Harðarson, en hann þurfti að hætta. Ég hef svo spilað með Ragnari gítarleikara og Birgi bassaleikara alveg síðan 2001 þegar ég byrjaði í skólanum, segir Þóra Björk, svo að samspil hljómsveitarmeðlima á sér sterkar rætur. Tónleikarnir annað kvöld á Kaffi Rósenberg hefjast klukkan tíu og er aðgangseyririnn fimm hundruð krónur.
Menning Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Fleiri fréttir Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Sjá meira