Lífið

Simpsons besti þátturinn á Emmy

Aðstandendur Simpsons Hlutu verðlaun sem besti teiknaði þátturinn í bandarísku sjónvarpi og báru sigurorð af hinum mjög svo umdeilda þætti, South Park.
Aðstandendur Simpsons Hlutu verðlaun sem besti teiknaði þátturinn í bandarísku sjónvarpi og báru sigurorð af hinum mjög svo umdeilda þætti, South Park. MYND/Getty images

Þáttur Simpsons-fjölskyldunnar, The Seemingly Neverending Story, hlaut Emmy-verðlaunin sem besti teiknaði sjónvarpsþátturinn í bandarísku sjónvarpi. Báru hinir gulu fjölskyldumeðlimir sigurorð af háðsdeilu South Park um Vísindakirkjuna og Tom Cruise en trúarsöfnuðurinn hótaði framleiðendum þáttanna lögsókn og meiðyrðamálum.

Þetta er í níunda sinn sem Simpsons-fjölskyldan fer heim með þessi eftirsóttustu verðlaun teiknaðra þátta en íbúar Springfield hafa skemmt sjónvarpsáhorfendum í rúm sautján ár. Einn framleiðandi þáttanna, Al Jean, sló á létta strengi þegar hann tók við verðlaununum og sagði að svona hlutir gerðust bara þegar maður gerði ekki grín að vísindakirkjunni, við mikinn fögnuð viðstaddra.

Verðlaunaafhendingin er hugsuð fyrir þætti sem skarta mikilli tæknivinnu og fékk Elizabeth I, sem er samstarfsverkefni HBO og Channel 4, alls fimm verðlaun. Aðalhátíðin fer fram þann 27. ágúst og mun Conan O'Brien stjórna veislunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.