Lífið

Rannsókn á fjölkynngi til forna

Íslensk fræði á frönsku
Bókin er 780 síður og byggð á doktorsritgerð Dillmanns.
Íslensk fræði á frönsku Bókin er 780 síður og byggð á doktorsritgerð Dillmanns.

Íslensk fræði Ítarlegasta rannsókn sem unnin hefur verið á rituðum heimildum um galdra í íslenskum fornbókmenntum er nú komin út á vegum Konunglegu Gústaf-Adolfs-akademíunnar fyrir sænska alþýðumenningu (Kungl. Gustav Adolfs Akademien för svensk folkkultur).

Höfundur þessa 780 blaðsíðna lærða ritverks er Francois-Xavier Dillmann, sem er prófessor í norrænum fræðum við Sorbonne-háskóla í París. Bókin, sem ber titilinn Les magiciens dans l'Islande ancienne, er byggð á doktorsritgerð höfundar í norrænum fornbókmenntum við háskólann í Caen í Normandí frá árinu 1986, en við endurútgáfuna, sem hann vann að í fjögur ár, uppfærði hann ritið allt og jók við það niðurstöður nýjustu rannsókna á efninu.

Meginfókus rannsóknar Dillmanns beinist að hlutverki fjölkunnugra manna í heiðni. Í fyrri hluta ritsins greinir Dillmann ólíkar birtingarmyndir galdra í heiðnum sið á Íslandi, en þeim skiptir hann í megindráttum í fernt. Í seinni hlutanum er sjónum beint að hinum fjölkunnugu, hvað heimildirnar segja um galdramenn og samfélagslegt hlutverk þeirra. - aa






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.