Fleiri fréttir

Örninn tilnefndur til Emmy

Dönsku þættirnir um Örninn og kvikmyndin Ungi Andersen hafa verið tilnefndar til Emmy verðlauna. Þetta er fjórða árið í röð sem danska ríkissjónvarpið er tilnefnt til Emmy verðlauna fyrir framleiðslu sína.

Gera sjöttu myndina um Rocky

Hafi einhver haldið að frægasti hnefaleikari kvikmyndasögunnar hefði sungið sitt síðasta skjátlaðist viðkomandi. Nú er orðið ljóst að Sylvester Stallone leikur í sjöttu myndinni um hnefaleikakappann Rocky Balboa, nær þrjátíu árum eftir að fyrsta myndin í seríunni var frumsýnd.

Ófrískar konur í höfrungameðferð

Margir menn standa í þeirri trú að höfrungar séu bráðgáfaðar skepnur. Vísindamenn í Perú hafa hins vegar gengið skrefi lengri og bjóða nú upp á svokallaða höfrungameðferð fyrir barnshafandi konur.

Gúrú prog-rokksins á Íslandi

Í áratugi var í tísku að draga prog-rokkið sundur og saman í háði í tónlistarblöðum. Pönkinu var beinlínis stefnt gegn þessari útblásnu tónlistarstefnu. Og sumt af þessu er örugglega dálítið kjánalegt; prog-rokkarar gerðu sér mjög háar hugmyndir um sjálfa sig og færni sína. En þetta er samt skemmtilegt...

Nýr Bond valinn

Svalasti njósnari sögunnar er nú ljóska. James Bond, ímynd hinnar ofursvölu karlrembu, tekur stakkaskiptum í næstu mynd. Þá verður hann ljóshærður í fyrsta sinn, því nýr leikari tekur þá við hlutverkinu.

Idol Stjörnuleit heldur áfram í kvöld

Þriðji þáttur Idol stjörnuleitar er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þá verður haldið áfram að fylgjast með áheyrnarprófum sem fram fóru á Hótel Loftleiðum.

Lagakeppni á Gauknum í kvöld

Lagakeppni umboðsskrifstofunnar gigg.is verður haldin á Gauki á Stöng í kvöld. Fjórtán hljómsveitir keppa en sigurlaunin eru upptökutímar í stúdíói. Auk þess verður vinningslagið sent til þátttöku í undankeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Ekki lengur Bolli í 17

Bolli Kristinsson, gjarnan nefndur Bolli í Sautján, hefur selt hlut sinn í verslunarkeðjunni NTC sem meðal annars rekur verslanirnar Sautján. Kaupandi er Svava Johansen kaupmaður sem hefur um árabil átt fyrirtækið með Bolla.

Stefán Máni tilnefndur

Hið íslenska glæpafélag hefur tilnefnt glæpasöguna, Svartur á leik, eftir Stefán Mána, sem framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna, sem veita glerlykilinn svonefnda einu sinni á ári. Þetta er fimmta skáldsaga Stefáns Mána, en Arnaldur Indriaðson hefur tvívegis hlotið glerlykilinn.

Förufálka sleppt

Litla förufálkanum sem dvalist hefur í Húsdýragarðinum frá því á föstudaginn var sleppt í dag. Förufálkar eru afar sjaldséðir við Ísland, en þessi örmagnaðist á leið sinni frá Grænlandi suður um höf og lenti á íslensku skipi. >

KK og Lucky One á Nasa á fimmtudag

KK-The Lucky One bandið spilar á Nasa í kvöld. Tónleikarnir eru lokahnykkurinn á undirbúningi sveitarinnar fyrir Kínatúr en þeim var boðið að spila á 7. alþjóðlegu listahátíðinni í Shanghai.

Nylon styrkti krabbameinssjúk börn

Stúlknasveitin Nylon afhenti í dag Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna ágóðann af sölu sérstakra vinabanda sem sveitin framleiddi ásamt Fanta og seld voru í verslunum Shell og Select í sumar.

Saga úr Spánarstríðinu

Um miðja bók upphefst allt í einu mjög kröftugt skáldverk. Þá breytist sjónarhornið og kemur í ljós að söguhetjan er alls ekki sú sem maður hélt. Ekki lífsþreytti og kaldlyndi falangistinn sem ásamt félögum sínum hratt blóðbaðinu af stað, heldur allt annar, betri og hugstæðari maður...

Kafbátur í minningu Lennons

John Lennon hefði orðið sextíu og fimm ára á þessu ári. Til að minnast þess tóku nokkrir frumlegir Rússar sig til og smíðuðu gulan kafbát. Báturinn er þriggja metra langur og gerður úr gosdósum og plasti. Í einu kýrauganu má sjá Lennon gægjast út.

Uppgötvuðu Dauða herra Lazarescu

Dauði herra Lazarescus eftir Christi Puiu var valin uppgötvun ársins á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð sem lauk í kvöld. Í umsögn dómnefndar segir að hún tvinni saman þjóðfélagslega ádeilu og vangaveltur um sammannleg yrkisefni. Harkaleg hreinskilni í takt við vægðarlaust raunsæi og nákvæmni skapi ógleymanlega myndlíkingu.

Spilari dæmdur til dauða

Tvítugur maður að nafni Devin Moore hefur verið fyrir rétti undanfarið ár vegna þess að árið 2003 myrti hann 3 lögreglumenn í Alabama, USA.  Devin hefur frá upphafi kennt GTA III um morðin, og sagði leikinn hafa ýtt sér til ofbeldis. Í ágúst var hann dæmdur sekur af kviðdómi, og í dag var hann dæmdur til þyngstu mögulegu refsingar, dauða.

Sigur Rós í Hollywood Bowl

Tónar Sigur Rósar hljómuðu undir Hollywood-skiltinu fræga í Los Angeles í vikunni þar sem hljómsveitin spilaði fyrir tíu þúsund manns á einum frægasta tónleikastað heims; Hollywood Bowl.

Einar verður umboðsmaður Kiri

Óperusöngkonan heimsþekkta, Kiri Te Kanawa, hefur fengið sér íslenskan umboðsmann. Sá heitir Einar Bárðarson og mun sjá um tónleikahald hennar í Evrópu.

Dawn of war og Winter assault

Þegar Dawn of war skaut upp kollinum seint í fyrra var augljóst að þar var kominn einn besti Rauntímaherkænskuleikur  leikur þess árs og var einnig valinn af ýmsum fjölmiðlum sem leikur ársins. Nú er kominn út aukapakki sem nefnist Winter assault og munu báðir leikirnir vera krufnir til mergjar í þessari umsögn.

Sprengjuhótun á tónleikum Stones

Ellismellirnir í Rolling Stones þurftu að gera 45 mínútna hlé á tónleikum sínum í Bandaríkjunum í gær eftir að sprengjuhótun barst tónleikahöldurunum. Hótunin barst símleiðis og var sagt að sprengjan væri við sviðið.

Farsímahringingar til vandræða

Farsímahringingar heyrast gjarnan á óheppilegum tímum eins og í jarðarförum og beinum útsendingum. Tónlistarmenn verða líka oft fyrir truflun þeirra eins og stórsöngkonan Kiri Te Kanawa fékk að reyna í vikunni.

Cruise og Holmes eiga von á barni

Kvikmyndastjörnurnar Tom Cruise og Katie Holmes eiga von á fyrsta barni sínu saman en þau hafa átt í sambandi í hálft ár. Parið trúlofaðist eftir tveggja mánaða ástarsamband sem vakti nokkra athygli en Cruise er fjörutíu og þriggja ára gamall og Holmes tuttugu og sjö ára.

Aldrei jafn margir á Airwaves

Dagskrá tónlistarhátíðinnar Iceland Airwaves, sem haldin verður í sjöunda sinn í miðborg Reykjavíkur 19.-23. október, liggur nú endanlega fyrir. Aldrei fyrr hafa jafn margir komið fram á hátíðinni og í ár, eða 160 hljómsveitir, listamenn og plötusnúðar.

Vilja ekki rappa um McDonalds

Skyndibitakeðjan McDonalds hefur leitað ýmissa leiða til að efla kynningarstarfsemi sína til þess að höfða til ungra neytenda sem eru að vaxa og dafna á alla vegu. Þeir sóttust eftir liðsinnis rappara með litlum árangri.

Viðurkenning fyrir bækur

Grafarþögn, skáldsaga Arnaldar Indriðasonar, er tilnefnd til CWA Gull og silfur rítings verðlaunanna. Þetta eru ein virtustu sakamálasagnaverðlaun heims og víða til þeirra vitnað. Verðlaunaafhendingin mun fara í London 8. nóvember en á meðal þeirra sem hlotið hafa verðlaunin er sænski glæpasagnahöfundurinn Henning Mankell. Aðspurður hvaða þýðingu tilnefningin hafi fyrir hann segir Arnaldur að hann telji þetta viðurkenningu fyrir bækur hans og að hún sé bæði merkileg og ánægjuleg.

Fer fram á hjónaskilnað

22 ára gömul rúmensk kona hefur farið fram á skilnað vegna þess að hún þolir ekki að þurfa að borða hádegisverð með tengdamóður sinni á hverjum degi.

Metfjöldi heimsótti Vísisvefinn

Vísir er vinsælasta vefsvæði landsins og sló notkun í liðinni viku öll met. Vikulegir notendur á Vísi mældust tæplega 213 þúsund í liðinni viku og hafa ekki mælst fleiri frá upphafi. Aðeins einu sinni áður hefur vefur í samræmdri vefmælingu fengið fleiri vikulega notendur og mátti fyrst og ­fremst rekja aukninguna til gríðarlegrar umferðar frá útlöndum.

Minnkar líkur á heilabilun

Regluleg hreyfing fólks á miðjum aldri minnkar líkurnar á heilabilun í ellinni. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sænskra lækna benda til þess að þeir sem hreyfi sig í hálftíma minnst tvisvar í viku á fimmtugsaldri minnki líkurnar á heilabilun á eldri árum um helming.

Svövuþing í Kennaraháskólanum

Rithöfundurinn og þingkonan Svava Jakobsdóttir hefði orðið 75 ára í dag. Af því tilefni var efnt til Svövuþings henni til heiðurs í Kennaraháskólanum í dag en dagskrá þingsins var helguð bókmenntum Svövu og hvernig þær geta hvatt nemendur til fróðleiksþorsta.

Símaklefar að verða úreltir

Símaklefar eru úrelt fyrirbæri. Íslendingar eru steinhættir að nota þá og eru tveir klefar rifnir í viku hverri.

Sony reiðir Vatíkanið

Það er viðbúið að keppinautar innan tölvuleikjaiðnaðarins lendi upp á kant við hvorn annan öðru hvoru. Annað er í raun ómögulegt á þessum stóra markaði þar sem risar ráða völdum. En það er önnur saga þegar tölvuleikjafyrirtæki fara að reita kirkjuna til reiði, og móðga marga strangtrúaða einstaklinga í heiminum. Það er nákvæmlega það sem Sony hefur gert.

Simpansaynja hættir að reykja

Tímamót hafa orðið í lífi simpansaynjunnar Ai Ai. Hún er loks hætt að reykja. Ai Ai er tuttugu og sjö ára og býr í dýragarði í Norðvestur-Kína. Hún byrjaði að reykja fyrir sextán árum, líklega af leiða og sorg, en maki hennar var þá nýdáinn.

Þorfinnur til 365 ljósvakamiðla

Þorfinnur Ómarsson hefur verið ráðinn til 365 ljósvakamiðla. Hann mun sjá um þáttagerð á Fréttastöðinni sem hefur útsendingar innan nokkurra vikna. Þorfinnur hefur víðtæka reynslu af starfi í fjölmiðlum og var um skeið forstöðumaður meistarnáms hagnýtrar fjölmiðlunar við Háskóla Íslands.

Íslendingar syngja með Kiri

Tveir ungir söngvarar duttu heldur betur í lukkupottinn í gær. Hin heimsfræga söngkona Kiri te Kanawa bauð þeim óvænt að syngja með sér á tónleikum hennar á miðvikudaginn.

Babyshambles kemur ekki

Í ljósi handtöku Pete Doherty söngvara hljómsveitarinnar Babyshambles í Englandi í gær hefur Hr.Örlygur framkvæmdaraðili Iceland Airwaves hátíðarinnar ákveðið að aflýsa bókun Babyshambles á hátíðina.

Sjá næstu 50 fréttir