Lífið

Babyshambles kemur ekki

Í ljósi handtöku Pete Doherty söngvara hljómsveitarinnar Babyshambles í Englandi í gær hefur Hr.Örlygur framkvæmdaraðili Iceland Airwaves hátíðarinnar ákveðið að aflýsa bókun Babyshambles á hátíðina. Í yfirlýsingu frá aðstandendum hátíðarinnar, segir að lengi hafi legið fyrir að forsprakki hljómsveitarinnar, Peta Doherty, eigi við alvarlegan vímuefndavanda að stríða. Persónuleg vandamál söngvarans hafi nú náð nýjum hæðum og því sjái aðstandendurnir sér ekki fært að standa fyrir komu hljómsveitarinnar til landsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.