Lífið

Cruise og Holmes eiga von á barni

Kvikmyndastjörnurnar Tom Cruise og Katie Holmes eiga von á fyrsta barni sínu saman en þau hafa átt í sambandi í hálft ár. Parið trúlofaðist eftir tveggja mánaða ástarsamband sem vakti nokkra athygli en Cruise er fjörutíu og þriggja ára gamall og Holmes tuttugu og sjö ára. Þau hafa ekki greint frá því hvenær þau hyggjast ganga í hjónaband en Cruise hefur verið giftur tvisvar og átti í þriggja ára sambandi við leikkonuna Penelope Cruz. Cruise hefur hins vegar aldrei getið barn til þessa.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.