Lífið

Nylon styrkti krabbameinssjúk börn

Stúlknasveitin Nylon afhenti í dag Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna ágóðann af sölu sérstakra vinabanda sem sveitin framleiddi ásamt Fanta og seld voru í verslunum Shell og Select í sumar. Armböndin seldust mjög vel en alls hafa selst um níu hundruð vinabönd, á 500 krónur stykkið. Af því tilefni afhenti sveitin Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna rúmlega fjögur hundruð þúsund króna ávísun, en söngkonurnar sögðu það afar ánægjulegt að styrkja svo gott málefni. Framkvæmdastjóri félagsins sagði peninginn koma að góðum notum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.