Lífið

Sigur Rós í Hollywood Bowl

Tónar Sigur Rósar hljómuðu undir Hollywood-skiltinu fræga í Los Angeles í vikunni þar sem hljómsveitin spilaði fyrir tíu þúsund manns á einum frægasta tónleikastað heims; Hollywood Bowl. Tónleikarnir þóttu takast afar vel en margar af þekktustu hljómsveitum heims hafa spilað í Hollywood Bowl, meðal annars Bítlarnir árið 196?. Tónleikastaðurinn er sérstakur að því leyti að hann er undir berum himni. Georg Hólm Bassaleikari hljómsveitarinnar var ánægður með tónleikana. "Þetta er rosaspennandi. Örugglega frægasti staður í heimi til að spila á." Sigurrós hefur spilað víða um Bandaríkin á tónleikaför sinni til að kynna nýjustu plötu sína, Takk, en síðari hluta október hefst tónleikaferð hljómsveitarinnar um Evrópu. Og það var ekki annað að sjá en að tónleikagestir kynnu að meta tónlist Sigurrósar. Það verður svo þann 27. nóvember sem Íslendingar fá að heyra hljómsveitina taka lög af nýjustu plötu sinni í Laugardalshöll.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.