Lífið

Fer fram á hjónaskilnað

22 ára gömul rúmensk kona hefur farið fram á skilnað vegna þess að hún þolir ekki að þurfa að borða hádegisverð með tengdamóður sinni á hverjum degi. Fréttastofan Ananova hefur eftir dagblaðinu 7 Plus að konan hafi einungis verið gift í tíu mánuði þegar hún var búin að fá meira en nóg af hjónasælunni. Konan er sögð líkja lífi sínu við martröð, allt vegna tengdamömmunnar óþolandi. Þegar skilnaðarmálið kom inn á borð dómara sagði konan, sem er frá Vrancea-sýslu í Rúmeníu: „Nærvera tengdamóður minnar við mikilvægustu máltíð dagsins á hverjum einasta degi og stríðnisathugasemdir hennar hafa eyðilagt hjónaband mitt. Ég þoli þetta alls ekki lengur og verð að fá skilnað.“ Dómurinn bað konuna hins vegar að hugsa sig um og reyna að koma með betri ástæði vildi hún fá skilnað. Konan sagði hins vegar við dómarann að hún teldi þetta algjörlega fullnægjandi ástæðu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.